Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
Sigurður Hlíðar dýralæknir á Akureyri stóð fyrir. Einnig fór
hann suður í Borgarnes til að kynna sér rekstur sláturhúsa.
Hartmann Ásgrímsson í Kolkuósi hóf rekstur sláturhúss síns
árið 1913, og Jóhann tók við stjórn þess þegar hann kom
sunnan og síðan við mati á kjöti og gærum. Hvort tveggja
krafðist röggsemi og aðgæzlu, enda 20—30 manns við vinnu í
Kolkuósi meðan sláturtíð stóð. I Kolkuósi var allt kjöt saltað og
mest af því var selt til Noregs. Flestar gærurnar fóru hins vegar
til Þýzkalands. Síðast mun hafa verið slátrað í Kolkuósi 1932,
enda höfðu þá nýjar verkunaraðferðir rutt sér til rúms, fryst-
ingin.
Jóhann kvæntist árið 1924 frændkonu sinni, Guðleifu Jó-
hönnu Jóhannsdóttur á Krossi, fædd 25. júlí 1880. Þau eignuð-
ust tvö börn, Jókönnu, sem dó tveggja ára, og Bjarna Ásgrím,
sem er kennari við barnaskólann í Hofsósi. Kona hans er Ingi-
björg Jónsdóttir frá Mýrakoti, og eiga þau fjögur börn og búa
að Víðilundi í Hofshreppi.
Jóhann vann landbúnaðarstörf alla sína ævi, enda hneigður
fyrir þau, fór vel með allar skepnur og hafði góðan arð af búi
sínu, sem aldrei var stórt. I Miðhúsum byggði hann upp öll
hús og braut mikið land til ræktunar. Naut hann þar konu
sinnar, sem var með eindæmum dugleg og áhugasöm, og einnig
Bjarna sonar síns, sem þá bjó heima hjá foreldrum sínum á
sumrum.
Eins og áður er getið, aflaði Jóhann sér nokkurrar þekkingar
á húsdýralækningum, og stundaði þær töluvert alla sína búskap-
artíð. Fram á fjórða áratuginn var enginn dýralæknir í Skaga-
firði, og þurfti að leita til Akureyrar eftir slíkri læknishjálp, og
má nærri geta, að oftast voru slíks engin tök, en þörfin hins
vegar mikil, t. d. á vorin. Aðstoðar Jóhanns var oft leitað, og
var læknishjálpin gildur þáttur í bústörfum hans, en engin föst
laun greidd; mun hann oft hafa borið lítið úr býtum fyrir þetta
starf og ónæði, sem af því hlauzt, enda ekki gengið eftir þóknun
og maðurinn ákaflega greiðvikinn og hjálpfús að eðlisfari.
10