Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
Eins og þessar vísur bera með sér, eru þær flestar ortar í
græskulausu gamni af gefnu tilefni, varpað fram fyrir augnablik-
ið og eru bundnar atvikum. Erfiljóð sín vandaði Jóhann hins
vegar, fágaði stílinn og valdi orðin af kostgæfni. Fóstri hans og
nafni, Jóhann Kristjánsson á Krossi lézt 12. marz 1922. Eftir
hann orti Jóhann Kveðju, og fer vel á því hún reki endahnútinn
á þessa syrpu.
KVEÐJA
Dapur er hugur, horfinn er oss vinur.
Oft heimsækir dauðinn fyrirvaralaust,
og fyrr en oss varir fellur margur hlynur
fölur að vori líkt og væri haust.
Við hryggjumst að missa gróið tré úr garði
og grátum það jafnvel, þó að vísir sé.
Við viknum að líta vinahóp með skarði,
oss væta tár við gröf þess sem nú hné.
Það hljóðnaði yfir heima, autt varð rúmið,
horfinn varst þú og orðinn bleikur nár.
Niðdimma sorgar- sólarlausa -húmið
saknaðar- geymir ástvinanna -tár.
Heimilisljósið horfið er þeim sýnum,
harmurinn sári fylgir eins og ský.
Öllum má breyta lífsins vana línum,
lengur ei styður vinarhönd þín hlý.
Svíðandi blæða saknaðs opnu undir
ástvinum þínum bæði fjær og nær.
Þau skerandi sár við skilnaðarins stundir
skelfa, þau aðeins drottinn læknað fær.
En nú ert þú yfir á landið helga hafinn,
heimkynnið dýrðar, ljóss og sælunnar,
18