Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 21
JÓHANN í MIÐHÚSUM
fagnandi hlýjum vinarörmum vafinn.
Eg veit að þér líður mikið betur þar.
Oss ertu horfinn, æviskeið þitt runnið,
áfram til starfa hugsjónina barst.
Margt liggur starfið eftir þig hér unnið,
öllum að hjálpa fús þú jafnan varst.
Kappsamur, hagsýnn, höndin sívinnandi
hlífðarlaust starfið meðan entist hér.
Um svalbrjósta Ægi og líka eins á landi
lánið og gæfan jafnan fylgdi þér.
Vinurinn horfni, vel þín minning geymist,
vinsæll og tryggur hverjum manni varst.
Vinunum þínum veit ég aldrei gleymist
viðmótið glaða, sem þú ætíð barst.
Vart eiga margir vinahóp sér stærri,
vináttu og alúð barstu alltaf jafnt.
Þó líkkistan þín sé lögð hér vinum fjarri
lifirðu með þeim hinum megin samt.
Þér vil ég færa þökk, já þúsundfalda.
Þú tókst mig ungan, gerðir úr mér mann.
En þér gat ég aldrei gefið neitt til gjalda,
en guði ég fel að jafna reikning þann.
Svo kveð ég þig, frændi, kærleiksfullu hjarta,
kona þín, dætur, vinahópurinn;
minningageisla geymum um þig bjarta,
sem gleymast aldrei meðan til ég finn.
EIvíl þú í friði, þig fóstran armi vefur
þó fangið sé kalt af vetrar stormagný,
á beðinum hinzta sætt og vært þú sefur.
Sólin að hækka farin er á ný,
19