Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 23
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
eftir HÖRÐ ÁGÚSTSSON
Inngangur
Ekki þarf að segja Skagfirðingum, hvar Víðimýri er í sveit sett,
né heldur uppfræða þá um sal þann víðan og háan, heimabyggð
þeirra Skagafjörð, með Mælifellshnúk og Drangey að höfuð-
eyktarmörkum. Færi hins vegar svo, að fleiri læsu línurnar þær
arna og ekki væru öllum hnútum kunnir, sakar ekki að geta
þess, að Víðimýri er vestanvert í Skagafirði, miðhéraðs, nánar
tiltekið í Seyluhreppi, rétt undan þar sem Vatnsskarð rýfur fjall-
garðinn milli Húnavatns- og Hegranesþinga.
Skagafjörður hefur lengst af verið eitt mesta landbúnaðarhér-
að á Islandi og þungamiðja Norðlendingafjórðungs um alda-
raðir með sjálfan biskupsstólinn innan sinna vébanda. Meðan
hið forna sjálfsþurftarbændasamfélag var og hét, fundust innan
Hegranesþings fleiri jarðir að höfuðbólavirðing en í nokkurri
annarri sveit á Islandi. Á ofanverðri 17. öld voru þær 42.1 Akra-
hreppi einum voru hvorki meira né minna en þrjár í hæsta
landsskala, hundrað hundraða að dýrleika, meðan ekki fannst
ein hvað þá tvær í fjölda sýslna á Islandi.1 Engan þarf því að
furða, þótt flestar fólkorrustur og þær mannskæðustu yrðu
háðar í Skagafirði. Eftir miklu var að slægjast. Eitt af höfuðból-
um og höfðingjasetrum þessa miðpólitíska landshluta um
langan tíma var Víðimýri, sem nú verður nánar sagt frá, og þó
einkum kirkjum þeim sem þar hafa staðið.
21