Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 24
Kirkjubœndur
Þegar fyrst hattar fyrir Víðimýri í mistri tímans um miðja 12.
öld, býr þar Brandur prestur Ulfhéðinsson. Hann kemur lítið
eitt við deilu þeirra Hvamm-Sturlu og Þorgils Oddasonar, er í
skrá Ara fróða um íslenzka presta, og andlát hans skrifast í
annála. Brandur hlýtur því að hafa verið maður meiri háttar.
Jón Sigurðsson telur hann bróður Hrafns lögsögumanns, föður
þeirra Úlfhéðin lögsögumann Gunnarsson. Þar munu komnir
Grenjaðarstaðarmenn, ein af höfðingjaættum norðanlands í
þennan tíma.1
í lok 12. aldar er Víðimýri með vissu í eigu Asbirninga, eitt af
höfuðbólum þeirra. Um þær mundir býr þar Kolbeinn Tuma-
son, skáld og goðorðsmaður. I skjóli hans þjónar Víðimýrar-
kirkju presturinn Guðmundur Arason, þá þegar landskunnur
orðinn fyrir kristilegt líferni og kraftaverk. Reyndar er það
framar öllu Guðmundi að þakka, að fyrstu glöggu fréttirnar
berast af þeim stað. A Víðimýri játast Guðmundur góði loks
fyrir þrábeiðni að gangast undir ok biskupsdómsins 14. október
1201. Það er á Víðimýri, sem honum er búin veizlan fræga sama
dag, þar sem slitinn borðdúkur Kolbeins Tumasonar varð í aug-
um Guðmundar biskupsefnis svo sem eins og skuggsjá af því
sem koma skyldi: „Ekki sakar um dúkinn. En þar eftir mun fara
biskupsdómur minn, svo mun hann slitinn verða sem dúkur-
• _ «2
mn.
Kolbeinn fellur í Víðinesbardaga 1208. Sennilegt er, að Arnór
bróðir hans búi á Víðimýri eftir það, a. m. k. setur hann Þórarin
Jónsson af ætt Svínfellinga niður á Víðimýri til mannaforráða
um Skagafjörð í sinn stað, er hann heldur utan 1221, en í þeirri
för andast Arnór.3 Síðar bjó á Víðimýri sonur hans, Kol-
beinn ungi, einn valdamesti höfðingi Sturlungaaldar. Af tilvilj-
un fáum við að vita, að kastali eða virki mikið er á höfuðbólinu
22