Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 25
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
á þessum tíma, sem Snorri Sturluson lét gera. Sturla Sighvatsson
skaddar sig á fæti í kappi sínu mót Kolbeini, er þeir félagar
„höfðu það að skemmtan að renna skeið að kastalavegginum og
vita, hver lengst gæti runnið í vegginn.“ Til skamms tíma sáust
leifar virkisins austan kirkju.4 Að Kolbeini unga látnum, 1245,
er ekki annað að sjá en á Víðimýri búi maður Ingigerðar
Kolbeinsdóttur kaldaljóss, Arnór nokkur Eiríksson.5 Daginn
fyrir Haugsnessfund, 18. apríl 1246, er bróðir Ingigerðar,
Brandur, með lið sitt allt, sex hundruð manns, á Víðimýri.6
Föður þeirra systkina varð svo mikið um fall Brands á þeim
fundi, að hann „naut hvorki svefns né matar.“ Um sumarið
„reið hann upp á Víðimýri til Ingigerðar dóttur sinnar. Lagðist
hann í rekkju, er hann kom þar og andaðist“ þann 3. ágúst.
„Þótti þeim mönnum, er gerst vissu, sem honum myndi manna-
missir mjög grandað hafa.“7
Árið 1253, fimm dögum fyrir Flugumýrarbrennu, gistir
Hrafn Oddsson að Arnórs á leið til brúðkaupsveizlunnar
frægu. Morguninn eftir kemur Ásgrímur Þorsteinsson, bróðir
Eyjólfs ofsa, á Víðimýri og gengur „til tals við Hrafn og segir
honum ætlan þeirra Eyjólfs, bróður síns, og Hrana, að þeir
ætluðu að stefna að Gissuri og sonum hans brátt eftir brúð-
laupið og drepa hann eða sonu hans eða inni brenna, ef þeir
fengi þá eigi með vopnum sótta“ og biður Hrafn vera með í ráð-
um, en hann hafnar.8
Árið 1252 er Þorgils skarði ásamt félögum á leið til Hóla,
skömmu fyrir jól. Þeir komu þann 22. desember „um kvöldið á
Víðimýri. Var þar vel við þeim tekið og voru þar um nóttina og
höfðu þar tíðir Þorláksmessu."9 Af fleiri stórmennum fréttum
við á ferð á Víðimýri um þessar mundir. Má þar nefna Orækju
Snorrason, Þórð kakala og Odd Þórarinsson.10
Frá því segir í Sturlungu, að kona sú, er vermdi Gissur Þor-
valdsson „á lærum sér“ eftir kalda dvöl hans í sýrukeri, Hall-
fríður garðafylja, hafi verið síðar „heimakona með Kálfi
23