Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
flutti frá Víðimýri að Stóru-Laugum og bjó þar í nokkur ár „en
dó á Víðimýri og var grafinn þar í kirkjunni“ 1635 „á Marteins-
messukvöld; sofnaði sætt í drottni, 63 ára“ „sá frómi mann“
eins og segir í Skarðsárannál.27 Annar heiðursmaður lézt á
Víðimýri litlu fyrr, 10. nóvember 1621, en það var Páll sýslu-
maður Guðbrandsson biskups á leið frá Þingeyrum til Hóla.28
Við lát Sigurðar mun Hrólfur sonur hans hafa tekið við búi á
Víðimýri og sýslu í Vaðlaþingi. Hann flyzt þó fljótlega að
Laugum í Reykjadal, þaðan til Grýtubakka, og víðar mun hann
hafa verið. Hrólfur andast hjá syni sínum, Birni lögréttumanni í
Stóradal, árið 1704. Hann var giftur Björgu, systur Þorláks
biskups Skúlasonar og hefur samið annál.29
Þann 3. marz 1660 kaupir Hallgrímur lögréttu- og umboðs-
maður Halldórsson Víðimýri. Hann var sonur Halldórs lög-
manns Olafssonar og konu hans, Halldóru Jónsdóttur sýslu-
manns Björnssonar. Hallgrímur, sem fæddur er um 1609, varð
lögréttumaður í Hegranesþingi 1649. „Hann varð fyrir galdra-
áburði af hálfu Markúsar Ólafssonar á Breið og kærði það.“30
Til er skemmtileg saga af Hallgrími er varpar ljósi á skapgerð
hans og tíðarandann yfirleitt. I Arbókum Espólíns segir frá því
„að Hallgrímur bóndi á Víðimýri, son Halldórs lögmanns
Ólafssonar, hafði komið fyrir þingið suður að Bessastöðum, til
að svara ákæru nokkurri, er honum var borin af konungs land-
setum, um ójöfnuð, er hann hefði sýndan; var Hallgrímur
sterkur maður og ósvífinn. Þá var höfuðsmanninum sagt, að
hann væri hinna göfugustu manna i landi hér, lögmanns sonur
og mágur meistara Brynjólfs biskups, tók hann honum fyrir því
vel og lét vera við borð sitt, því þá stóð á máltíð, en yfir borðum
nefndi höfuðsmaðurinn ákæru þessa. Hallgrími þótti, sem hann
mundi vera heima í Skagafirði og hugði að hrinda slíku með
harðfengi, svaraði fyrst djarflega, en er honum þótti lítt úr skera
fyrir sér, gjörðist hann stórorður og spretti fingrum yfir borði
og þó meira af stórmennsku og ógætni, en að hann vildi ei virða
höfuðsmanninn. Þá spratt höfuðsmaðurinn upp og lézt ei slíkt
26