Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 29
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
hafa þolað hefnilaust herramönnum í Danmörku, en miklu
síður skyldi hann þola það bónda íslenzkum. Sýndist þá ráð, er
nærri voru og Hallgrími vildu duga, að skjóta honum sem fyrst
undan og á brott, því höfuðsmanninum lá það fyrst í svo þungu
rúmi, að eigi neytti hann svefns né matar. Frá þessu sagði
Hákon Ormsson Vigfússonar og fleiri menn, er við voru stadd-
ir, Halldóri prófasti Jónssyni í Reykjaholti, föður Jóns prófasts.
Báðu þá biskupar báðir og aðrir hinir eldri menn fyrir Hallgrím
á alþingi og veitti heldur tregt að ná sáttum til handa honum. En
er það spurðist, að Guðmundur Andrésson var þar nærstaddur
á norðurför, var Hallgrími ráðið til að taka hann. Fékk hann
með sér karska menn og elti Guðmund norður á Kaldadal og
náði honum og flutti á þing og afhenti. Var hann við það tekinn
í sátt og segir ekki af honum meira.“31
Kona Hallgríms var Olöf Jónsdóttir lögmanns á Reynistað,
Sigurðssonar, en systkin m. a. Margrét, kona Brynjólfs biskups,
Helga, kona Páls í Selárdal, og Sigríður, kona séra Torfa í Gaul-
verjabæ. Hallgrímur lézt 28. apríl 1677.
I vísitazíu Gísla biskups Þorlákssonar þann 29. ágúst 1663 er
Olafur, sonur Hallgríms, talinn eigandi Víðimýrar.32 Olafur
hefur þó ekki lengi verið á Víðimýri, því hann setur niður bú
sitt að Síðumúla í Borgarfirði um þetta leyti og bjó þar til
æviloka. Hversu lengi hann hefur átt Víðimýri, er ekki vitað eða
hver bjó þar eftir fráfall föður hans. Olafur lézt 1696. Kona
Olafs, Guðríður Sigurðardóttir prests Oddssonar í Stafholti,
gæti þó hafa haft umráðarétt á Víðimýri 1699, því að Björn
biskup Þorleifsson nefnir hana matrónu í vísitazíu sinni það
sama ár, þar sem hún er að gefa efni í altarisklæði. Guðríður
andast 1705.33 Hugsanlegt er, að Oddur lögmaður Sigurðsson
hafi eignazt jörðina um þær mundir, a. m. .k. selur hann Víði-
mýri Benedikt lögmanni og jarðasafnara Þorsteinssyni árið
1710.34 Samkvæmt manntalinu 1703 eru ábúendur þar Andrés
nokkur Þorbjarnarson, kallaður kirkjubóndi í vísitazíu Steins
biskups Jónssonar 1719, og Bergljót Guðmundsdóttir.35
27