Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1727 er maður sunnlenzkrar ættar seztur að á Víðimýri,
stórbóndi og monsjör Magnús Skaftason, „hafði hann keypt þá
jörð að Benedikt lögmanni Þorsteinssyni fyrir Þorleifsstaði og
bjó þar síðan og var búmaður mikill, en þótti nokkuð heimskur
og harðbýll" segir í Sögu frá Skagfirðingum.36 Magnús var
sonur Skafta lögsagnara Jósefssonar frá Olafsvöllum og konu
hans, Sigríðar Isleifsdóttur í Saurbæ á Kjalarnesi. Skafti lenti í
galdramálum í skóla, hætti námi og fluttist norður í Skagafjörð,
þar sem hann gerðist gildur bóndi og lögsagnari,37 Magnús
kvongaðist haustið 1715 Ragnhildi Jónsdóttur frá Víðivöllum.
Gaf „hann henni 20 hundruð, en 25 hundruð voru henni
talin.“38 „Hún barg oft snauðum mönnum,“ segir Jón Espólín,
„er Magnús mýgjaði.“39 Magnús kemur nokkuð við mál manna
á sinni tíð, en fær heldur slæma dóma hjá Espólín, eins og fyrr
er að vikið. Til viðbótar því segir í Sögu frá Skagfirðingum, að
hann var „lítill þegnskaparmaður . . . ógreiðagjarn og lítt vin-
sæll, en svo ákaflyndur í áhyggju sinni, að það er frægt orðið.
Eitt sinn er hann sá kú fara að heyi, hljóp hann að henni með
kníf og skar af eyra; var hann lítill vitmaður.“40 Magnús lézt
1764. Um fæðingarár hans er ekkert vitað.41
Við Víðimýri tekur Sæmundur sonur hans, sem frægur varð
fyrir slark og sukk. Um hann segir í Sögu frá Skagfirðingum, að
„hann líktist föðurfrændum að stórmennsku, en móður sinni að
skaplyndi, hélt hún og ærið til hans í æsku, og spillti það
honum heldur.“42 Ennfremur má lesa í þeirri sögu, að um 1760
voru þá enn margir „svakamenn í Skagafirði, og þó enginn
meiri en Sæmundur son Magnúsar Skaftasonar á Víðimýri, er
þar bjó síðan eftir hann.“43 Þar er nánar af Sæmundi sagt, skap-
lyndi hans og háttalagi: „hann var góður við snauða menn og
alla þá, er þröng liðu, en drykkjumaður mikill og hávaðamaður,
mikill vexti, þreklegur og heldur sterkur, meðan hann var
ungur, allra manna þolnastur. Hann espaði sig jafnan mest við
stórmenni og helzt við kaupmenn danska og gjörði þeim óp og
hark. Var hann áræðinn, svo fáir höfðu hendur á honum, og
28