Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 31
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
lézt oft vera drukkinn, þó ei væri hann; varði hann sig stundum
með staurum, en stundum reið hann á sund og jafnt í sjávarvík-
um sem vötnum, setti hann hestinn á flest, en barst þó lítt á og
komst oft úr háska með ólíkindum; átti hann góða hesta. Fældi
hann og marga með hljóðum sínum, því hann var raddmikill.
Var hann nafnkenndur víðast um land, og aldrei var þess getið,
að hann legðist lengi fyrir, þó hann hlyti byltur óhaglegar eða
fengi meiðingar í ferðum sínum; átti hann og stundum í rysk-
ingum við þá, er helzt máttu sér, og var það skjaldan, að hann
var mjög hraktur, en aflvana varð hann fyrir Jakobi Eiríkssyni
við Búðir, en svo var Jakob prúðlyndur, að hann lét Sæmund
ómeiddan uppstanda; en mjög óvirðulega hrakti Sæmundur ill-
hreysing einn í Garðaplássi vestra.“44 Með þvílíku háttalagi var
ekki að undra, þótt „sóaðist fé hans“ eins og segir í Sögu frá
Skagfirðingum. Frá Víðimýri er hann farinn 1773, hefur sjálf-
sagt orðið að selja jörðina fyrir skuldum. Eftir það hrekst hann
víða og andast á Æsustöðum 1783, „var hann þá gamall og lokið
öllu fé hans.“45 „Sæmundur á Víðimýri var fjórkvæntur. Fyrsta
k. h. var Gróa Isleifsdóttir, önnur Ragnheiður Þorláksdóttir
annálsritara Markússonar, þriðja Sigríður Jónsdóttir prests
Þórðarsonar á Tjörn í Svarfaðardal, og hin fjórða Sesselja Jóns-
dóttir."46
Halldór klausturhaldari Vídalín á Reynistað er orðinn eig-
andi að Víðimýri 1773. Það ár ritar hann nafn sitt fyrst undir
kirkjureikninga þar.47 Halldór var sonur Bjarna sýslumanns
Halldórssonar á Þingeyrum og konu hans, Hólmfríðar Páls-
dóttur Vídalín. Hann lærði eitthvað í skóla, en varð ekki
stúdent. Var ytra í Kaupmannahöfn 1756 — 7. Bjó fyrst að
Reykjum í Miðfirði, síðan að Lækjamóti í Víðidal, en fékk
Reynistaðarklaustur 1768 og bjó þar til dauðadags 1801. Hall-
dór kemur mjög við sögu vegna sona hans tveggja, er úti urðu á
Kili 1780, er þeir sóttu fé suður á land fyrir föður sinn í kjölfar
fjárkláðans.48
í tíð Halldórs er Víðimýri setin af leiglendingum fram til
29