Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK
1802, að Benedikt sonur hans tekur við jörðinni og bjó þar til
dauðadags 1821. Benedikt er fæddur 1774. Hann var stúdent úr
Hólaskóla að mennt, en gerðist búsýslumaður mikill, „atorku-
maður, fjáður vel, góðgjarn og gestrisinn, vel kynntur.“ Bene-
dikt kvæntist Katrínu Jónsdóttur biskups Teitssonar 1801.49
Katrín, ekkja Benedikts, mun hafa setið jörðina að mestu til
dauðadags 1826, að dóttir hennar, Ragnheiður, tekur við og
stjórnar, þar til hún giftist frænda sínum Einari stúdent
Stefánssyni 1831. Ragnheiður og Einar búa á Víðimýri fram til
1837, að þau flytjast að Reynistað, þegar Einar fær klaustur-
umboðið. Núverandi Víðimýrarkirkja var einmitt reist á þess-
um árum. Einar er fæddur 19. september 1807 að Sauðanesi,
sonur séra Stefáns Einarssonar og konu hans, Onnu Halldórs-
dóttur Vídalín. Þau voru því þremenningar hjónin. Hann lézt
24. apríl 1871 og hún rúmum mánuði síðar.50
Nú er mál að linni að segja frá eigendum Víðimýrar, enda
komið fram á þann tíma, að kirkja sú var reist, sem ritsmíð þessi
er framar öllu helguð. Eins er hitt, að tiltækar eru hverjum sem
er heimildir um eigendur og ábúendur Víðimýrar á 19. og 20.
öld. Ekki sakar þó að geta þess, að Jón Arnason keypti jörðina
1861 og bjó á henni til 1876. Séra Jakob Benediktsson á
Miklabæ fékk hana svo af erfingjum Jóns og bjó þar 1885 —
1890, er Jón sonur hans tók við og rak stórbú, þar til Þorvaldur
Arason keypti 1896. Þorvaldur bjó síðan á Víðimýri til 1921, að
Steingrímur sonur hans tók við til 1934. Það ár keypti Gunnar
Valdimarsson jörðina að Vs hlutum en Nýbýlasjóður að hinum,
en það er Gunnar, sem selur ríkinu Víðimýrarkirkju til varð-
veizlu.51
Þegar skyggnzt er yfir þetta ágrip, verður augljóst, að hástétt
landsins eignar sér Víðimýri. Lögsögumenn, lögmenn, lögréttu-
menn, goðar, hirðstjórar, biskupar, umboðsmenn og stórbænd-
ur ýmist sitja jörðina, eiga eða eru á sveimi í námunda. Engan
þarf þetta að undra. Víðimýri hefur lengst af verið í tölu dýr-
30