Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 33
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
ustu jarða landsins, er metin á 100 hundraða á öndverðri 16.
öld.52 Henni hnignar að vísu, eins og landinu öllu í tímans rás,
er komin niður í 80 hundruð á ofanverðri 17. öld og lækkar enn
á þeirri 18., í 70 hundruð 1712, og kemst í 60 hundruð á 19. öld.
Engu að síður fer hún aldrei úr tölu höfuðbóla, en markið þar
er 60 hundruð.53
Lengst virðast Asbirningar, voldugasta ætt norðanlands á 13.
öld, bæði eiga og sitja Víðimýri. Næstir þeim er svo að sjá sem
Ásverjar komi, en sitja þar tæpast. Oft kann því jörðin hafa
verið setin ráðsmönnum eða leiguliðum, einum eða fleiri. Und-
antekning frá því er þó ábúð sumra eigenda á stórum hluta 17.
og 18. aldar.
Annað er og eftirtektarvert og mun mun betur sjást síðar, að
kirkjur eru einungis endurnýjaðar eða endurreistar á Víðimýri,
þegar eigendur búa þar, að svo miklu leyti, er heimildir gefa
sýn.
Um það leyti, sem þjóðfrelsismenn taka að höggva að rótum
stóreignaættanna, sem lengst af settu svip sinn á stjórn og menn-
ingarlíf Islendinga, breytist svipur höfuðbóla á borð við Víði-
mýri. Yfirburðir þeirra minnka með breyttum notum. Þau eru
hlutuð í sundur til leigu. Oft eru ábúendur fleiri en einn og fleiri
en tveir, þannig að partur sérhvers er tæpast meiri en svarar til
meðaljarðar. Jöfnuðurinn er að færast yfir, en um leið verður
svipmótið risminna.
Bœndakirkjan
Sjálfsagt hefur kirkja verið á Víðimýri sem öðrum höfuðbólum
fljótlega eftir kristnitöku árið 1000. Sveinn Víkingur telur hana
orðna sóknarkirkju 1096, í kjölfar tíundarlaga.1 Kirkja er ekki
beinlínis nefnd á Víðimýri fyrr en í upphafi 14. aldar. I Auðun-
arskrá, sem gerð er 1318 og að uppistöðu til sjálfsagt eldri, er
31