Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
hundruð í flytjandi eyri, þ. e. vöru.6 Því miður hefur kaflinn um
Víðimýrarkirkju í máldagaskrá Péturs biskups Nikulássonar
glatazt. Slitur eru þó til frá 1402 sem engri nýrri birtu varpa á
kirkjueignina utan það, að kúm hefur fækkað um eina.7
I vísitazíu Jóns biskups Vilhjálmssonar 17. ágúst 1432 kemur
aftur á móti fram mikilvæg vísbending um ástand kirkjuhússins.
Biskup metur það á 10 hundruð, en telur 20 á vanta svo vel sé.81
fyrsta lagi er augljóst, að kirkjan er í mjög slæmu ásigkomulagi.
í öðru lagi gæti upphaflegt verð hennar, 30 hundruð hæg-
lega bent til þess, að hér væri um timburkirkju að ræða,
Guðbrandur Jónsson telur, að efri mörk á verði torfkirkju hafi
verið um 20 hundruð.9
Seinasta heimild um kirkjuna frá því fyrir siðaskipti, Olafs-
máldagi, bætir litlu við þekkingu okkar á Víðimýrarkirkju. Ein
setning bregður þó ljósi á kirkjustjórnina á 14. og 15. öld:
„Hefur enginn reikningsskapur verið gjörður uppá níu tygir ár
eður þar nokkuð svo nær.“10
Eftir siðaskipti er eign Víðimýrarkirkju svipuð og áður, utan
hvað kúgildum fækkar niður í 6.11 I upphafi 19. aldar lýsir
Steingrímur biskup Jónsson kirkjueigninni svo: „Hún á land á
Kirkjuhóli, item hvalreka og viðarreka á Hvalsnesi móts við
Stað og 6 málnytukúgildi, eftir hver sóknarpresturinn uppber
árlega 6 fjórðunga í smjöri.“12 Um smjörfjórðunga þessa varð
nokkur rekistefna í tíð Þorláks biskups Skúlasonar. Arið 1651
kvartar þingapresturinn, séra Gunnlaugur Þorsteinsson, yfir
minnkandi kúgildaleigum frá Víðimýri. „Meina ég, að 12 fjórð-
ungar smjörs hafi verið fyrir sex kirkjukúgildi goldnir æ jafnan
meðan sá sálugi loflegi herra Guðbrandur Þorláksson uppi sat.“
Síðan segist hann hafa fengið þá sömu fjórðunga fyrsta árið,
sem hann þjónaði Víðimýri, um 1630, 10 meðan Guðrún Sæ-
mundsdóttir sat, en síðan Hrólfur sonur hennar Sigurðsson
„tók við þá hafa verið sex f(jórðungar) smjörs.“13 Einhver hefði
kvartað yfir minni kaupskerðingu. Prestastefna var sett í málið
ásamt öðrum svipuðum árið 1654 og ályktaði, „að fátækir
34