Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 37
KIRKJUR A VIÐIMYRI
prestar hér í stifti, sem áður hafa fulllítið uppheldi, missi ekki
það litla, sem Guð og góðfúsir forfeður hafa þeim til uppheldis
lagt.“14 Þessi málaleitan bar engan árangur. Eignir Víðimýrar-
kirkju héldust svo óbreyttar fram til 1908, að hinn forni tekju-
stofn íslenzku kirkjunnar er endanlega tekinn af henni og nýr
settur í staðinn.
Kirkjuprestar
Ekkert er vitað um presta þá, er þjónuðu Víðimýrarkirkju fram
undir siðaskipti utan þess er áður getur. Arið 1551 er Glaum-
bær gerður að kirkjuléni eða beneficium.1 Fyrsti staðarhaldari
var séra Gottskálk Jónsson, og gæti hann hafa þjónað Víði-
mýri.2 Eftir lát Gottskálks er Víðimýri orðin hluti af þingakalli.
Þann 19. maí 1577 skipar Guðbrandur biskup Þorláksson séra
Jón, son Gottskálks í Glaumbæ „þingaprest að kirkjunum
Reykjum, Víðimýri og Holti.“3 Séra Jón er líklega þingaprestur
fram til 1586, er hann flyzt vestur í Húnavatnssýslu.4 Næsti
klerkur, er þjónar Víðimýri með vissu, er séra Þorbergur
Asmundsson, sem skipaður er í embætti þingaprests með bú-
setu í Geldingaholti, en eins og Guðbrandur segir í skipunar-
bréfinu: „og af því sú Holtssókn hefur verið skikkuð til Glaum-
bæjar og Víðimýrar, þá læt eg það svo standa.“5 A Víðimýri á
séra Þorbergur að messa „annan hvorn helgan dag og á öllum
stórhátíðum.“ Vist á hann að hafa þar „aðra hvora viku.“6 Til
Hóla er séra Þorbergur kominn um 1620, að því er talið er.7
Hver þjónað hefur Víðimýrarkirkju eftir það fram til 1630, að
nýr prestur er skipaður, er ekki vitað, nema það hafi verið séra
Sæmundur Kársson í Glaumbæ. Þann 4. júní 1630 skipar Þor-
lákur biskup Skúlason séra Arngrím Jónsson þingaprest til
Silfrastaða-, Víðimýrar- og líklega Holtskirkna.8 Stutt hefur
vist hans verið, vart meiri en eitt ár, því að séra Gunnlaugur
Þorsteinsson var vígður aðstoðarprestur séra Sæmundar Kárs-
sonar í Glaumbæ 28. nóvember þetta sama ár.9 Hannes Þor-
steinsson telur „sennilegast, að séra Gunnlaugur hafi í fyrstu
35