Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 38
SKAGFIRÐINGABÓK
verið vígður til Víðimýrarkirkju einnar, líklega sem aðstoðar-
prestur séra Sæmundar prófasts Kárssonar í Glaumbæ, en
haldið sókninni eftir lát hans (1630). Séra Gunnlaugur hafði
setu á Víðimýri fyrsta árið (1630—1631), en svo hefur hann
síðar tekið jafnframt við þjónustu Flugumýrarkirkju, þá er
Hofstaðir lögðust til Viðvíkur (um 1642 — 1644). Annars er svo
mikill ruglingur á prestakallaskipan þar í Mið-Skagafirði fyrir
og eftir miðbik 17. aldar, að ekki er unnt að greiða úr þeirri
flækju og breytingabrutli.“10 Séra Gunnlaugur lenti í ósætti við
kirkjubóndann og lögréttumanninn, Hallgrím Halldórsson á
Víðimýri, út af prestsmötu sem fyrr er frá sagt, og sjálfsagt
fleiru. Hallgrímur afsagði séra Gunnlaug sem prest, og að
ráðum Gísla biskups Þorlákssonar sleppti hann þjónustu þar
eftir 38 ár sumarið 1668.11 Gunnlaugur er höfundur Vall-
holtsannáls. Eftir þetta mun Víðimýrarsókn hafa alfarið verið
þjónað frá Glaumbæ, enda þótt séra Jón Einarsson hafi verið
skipaður til sóknarinnar 5. október 1668, því að í nóvember það
sama ár býður Gísli biskup séra Jóni Munkaþverársókn, sem
hann þiggur, en skiptir þó við séra Árna Geirsson á Reynistað
árið eftir.12
Hér fer á eftir skrá yfir þá presta, sem setið hafa í Glaumbæ
og þjónað Víðimýrarkirkjusöfnuði. Ef eyður eru í ártölum,
hafa aðrir klerkar þjónað kirkjunni eða einungis verið settir.
Ekki er getið aðstoðarpresta.13
Jón Hallgrímsson 1681-1693
Olafur Pétursson 1694-1695
Egill Sigfússon 1695-1723
Grímólfur Illugason 1725-1784
Eggert Eiríksson 1784-1813
Magnús Magnússon 1813-1840
Halldór Jónsson 1841-1849
Hannes Jónsson 1849-1873
Jón Hallsson 1874-1890
36