Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 40
SKAGFIRÐINGABÓK
Jakob Benediktsson
Hallgrímur Thorlacius
Tryggvi H. Kvaran
Gunnar Gíslason
Gísli Gunnarsson
1890-1894
1894-1935
1938-1940
1943-1982
1982-
Kirkja Hallgríms Halldórssonar 1661 — 1732
Það er fyrst á ofanverðri 17. öld, að lýsingar af kirkjuhúsunum
sjálfum á Víðimýri eru skráðar. Síðla hausts árið 1663 er Gísli
biskup Þorláksson á yfirreið um Skagafjörð. Þann 6. október
kemur hann ásamt fylgdarliði á Víðimýri og lætur rita á bók
sína, að kirkjan þar sé „uppbyggð af bóndanum Hallgrími
Halldórssyni af nýjum og góðum viðum og velvönduðu smíði,
item að veggjum. Kórinn í sama máta undir minna formi og
eftir því kirkjan. Var þá eigi algjörð að gólfi, vindskeiðum og
skúrveggjum.“'
Hallgrímur kaupir jörðina 1660. Eftir þann tíma og fyrir
1663 er þá þessi kirkja reist, enda sést af orðum biskups, að
byggingu hennar er ekki að fullu lokið. Af því, sem seinna mun
koma fram, má telja líklegt, að húsið hafi verið reist árið 1661.
Enda þótt lýsing Gísla biskups á hinni nýju kirkju sé ekki
fjölskrúðug, bæta þó eftirkomendur hans á stóli það upp og vel
það. Til eru vísitazíugjörðir biskupanna Jóns Vigfússonar frá
1685, Einars Þorsteinssonar frá 1693, Björns Þorleifssonar frá
1699 og Steins Jónssonar frá 1719, er lýsa kirkju Hallgríms
mæta vel og fylla auk þess í eyður hver annarrar.2 Allir megin-
drættir hússins koma þar vel fram, sem engin goðgá er að
bregða upp í teiknaðri mynd, enda mun það verða gert. Eitt
mikilvægt atriði vantar þó í gjörninga biskupanna, en það eru
mál. Með þungvægum rökum má sýna fram á hver þau hafa
verið. Kirkjan frá 1661 stendur óhögguð þar til 1732, að hún er
tekin, eins og kallað var. Steinn biskup lýsir þeirri aðgjörð og
segir, að kór og kirkja sé undir sama formi og 1719, þ. e. a. s.
38