Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 42
SKAGFIRÐINGABÓK
sömu stærðar og gerðar.3 Kórinn er einungis viðréttur, en fram-
kirkjan byggð upp af nýjum og gömlum viðum í þremur staf-
gólfum sem fyrr. Að vísu sést, að ýmsu hefur verið breytt við
þessa endurgerð, sem seinna verður rætt, en ekki stærð eða
meginlagi laups. Nú vill svo vel til, að mál kirkjunnar frá 1732
eru kunn, svo er Gísla biskupi Magnússyni fyrir að þakka, en
hann tamdi sér þann góða sið, einn biskupa, að mæla hvert eitt
guðshús, er hann vísiteraði. I ljósi þess, er nú hefir rakið verið,
skal litið nánar á kirkju Hallgríms Halldórssonar frá 1661.
Fullmikið er sagt, að stærð kirkjunnar frá 1732 sé kunn að
öllu leyti. Gísli biskup gefur upp heildarlengd kirkju og kórs
8.83 m, breidd framkirkju 4.27 m og hæð undir bita 2 m.4
Lengd og breidd kórsins vantar, en hann er óyggjandi minni,
eða eins og Gísli orðar það „bæði lægri og mjórri.“5 Við gerð
kórs á teikningum verður því að beita líklegum tilgátum. Ein er
þó sennilegust. Margoft má rekast á þá reglu í fornum íslenzk-
um kirkjugrunnmyndum, að hlutfallið milli kórlengdar er í
gullinsniði af samanlagðri lengd framkirkju og kórs. Þannig er
t. d. háttað um kirkju þá, er nú stendur á Víðimýri. Sömuleiðis
gildir þessi regla um Grafar-, Saurbæjar-, Núpsstaðar- og Hofs-
kirkjur. Annað einkenni kóra áðurnefndra kirkna er, að þeir
eru ferningslaga, jafnir að lengd og breidd, þ. e. a. s. ad quad-
ratum. Á aðra reglu má rekast í gerð grunnmynda sönghúsa,
sem kenna má við ad triangulum, þ. e. a. s. ferhyrnings, sem
ritaður er um jafnarma þríhyrning. Sú skipan virðist þó frekar
vera notuð á kóra útbrotakirkna. Meiri líkindi eru til, að fyrri
reglan hafi verið nýtt við gerð kórs Víðimýrarkirkju 1661. Hér
verður sú regla a. m. k. reynd, ásamt gullinsniðshlutfallinu, án
þess að fullyrt sé, að um kórrétta niðurstöðu sé að ræða. Nærri
lagi hlýtur hún þó að vera.
Nú gefur Gísli Magnússon aðeins upp hæð undir bita í fram-
kirkju. Til þess að áætla fulla hæð má og styðjast við hefð-
bundnar reglur í þeim efnum. I fyrsta lagi voru torfhús á
40