Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 43
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
Norðurlandi, einkum kirkjur, krossreist, þ. e. a. s. hornið í
sperrukverk er 90 gráður. I öðru lagi er það föst venja, að allt er
jafn vítt og hátt. Með því að setja krossreistar sperrur á bita,
sem eru í 2 m hæð frá gólfi, verður fjarlægðin milli hans og
kverkar 2 m. Bitabreiddin er sjálfsagt um 20 cm, svo að full hæð
verður um 4.20 m, en Gísli gefur upp, að breidd hússins sé 4.27
m, sem sjálfsagt er innanmál. Við gerð kórs verður sama lögmáli
beitt. Hér eru því komnar fram meginstærðir.
Snúum okkur þá að vísitazíulýsingum biskupa frá 1663,
1685, 1693, 1699 og 1719. Framkirkjan er í þremur stafgólfum
með átta stöfum, fjórum bitum og sperrum, en auk þess þremur
svonefndum höggsperrum, þ. e. a. s. sperrum, er ekki sitja á
bita og eru sjálfsagt í miðju hvers stafgólfs. I rjáfri er skarsúð
lögð á sperrur. Þiljur á hliðveggjum og stöfnum eru aftur á móti
greyptar inn í burðarliði laupsins, stafi, syllur, bita og sperrur
eins og stafverki sæmir. Sú smíð sker sig frá bindingsverki að
því leyti, að grindin er sýnileg, þar sem hún er aftur á móti hulin
bak við þiljur í því síðarnefnda. Af þeim sökum verða burðar-
liðir laupsins að vera betur unnir, enda samansettir með flókn-
um og vönduðum lásum og prýddir strikum. Slíkt verk má enn
sjá á einu stafkirkjunni, sem við eigum, en það er Grafarkirkja.
Hún er reyndar frá sama tíma, er í sama héraði og gæti allt eins
verið eftir sama smið og kirkjan okkar. Gagnstætt því sem er í
Gröf er framstafninn einfaldur, með standþili undir bita, sem
stutt er aurstokk en bjórþili ofan. Fyrir kirkjunni er hurð með
dyrastöfum og dróttum. Dróttir eru bogmyndað uppdyri, sett
saman úr þremur hlutum, hornstykkjum tveimur og slagspón í
millum. Leifar drótta má enn sjá í Skagafirði, í dyraporti Þóru
Björnsdóttur á Reynistað og reyndar í Víðimýrarkirkju þeirri,
er nú stendur.6 Á hurðinni er koparhringur, sem við fáum
seinna að vita, að í er greypt ártalið 1661. Ætli þar sé ekki
kominn gleggsti votturinn um byggingarár kirkjunnar? Að
sjálfsögðu er hurð hennar á járnum, með skrá, lykli og laufi.
41