Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
Efri syllur munu hafa skarað út úr hornstöfum, eins og í Gröf,
líkt og í öllu stafverki. Utan á fremstu sperrur komu útskornar
vindskeiðar með látúnsveðurvita í toppinn.
Aður en við athugum innanbúnað framkirkju og austurstafn
hennar, skulum við víkja að kór. Hann er byggður upp með
sama hætti og framkirkjan, en er einungis tvö stafgólf og án
höggsperru. Því miður er aldrei getið um fjölda stafa, bita eða
sperra í kór. Undir venjulegum kringumstæðum eiga að vera 6
stafir, 3 bitar og sperrur í tveggja stafgólfa húsi. Ekki þarf þetta
að gilda um kórinn í Víðimýrarkirkju. Þar gætu fremstu stafirn-
ir reynzt óþarfir. Engin hliðstæða um samkomu minni kórs við
stærri framkirkju verður fundin hérlendis. I Noregi eru aftur á
móti enn til dæmi slíks. I Holtálenkirkju í Þrændalögum ganga
syllur staflausar inn í gaflþil framkirkju. I öðrum stafkirkjum,
svo sem í Roldal á Hörðalandi, eru fremstu stafir kórs settir
undir endabita framkirkju.
Þegar flett er í lýsingum biskupa og prófasta á kirkjunni frá
1732, fáum við úr því skorið, hvernig þessari smíð hefur verið
háttað, því að kórnum var ekkert breytt, þá er hún var gerð.
Séra Jón Jónsson prófastur lýsir þessu nákvæmast 1772: „Kór-
inn er undir minna formi en framkirkjan, í tveimur stafgólfum,
með 6 stöfum, svoleiðis að kórstafir þeir fremstu standa undir
innsta kirkjubita, innan við hennar hornstafi, og í þessa innri
eru sýlaðar kórsyllurnar.“ Betur var ekki hægt að gera grein
fyrir þessari smíð. Síðan lýsir prófastur frágangi á samkomu
kór- og kirkjubjórs: „fyrir innan þá [þ. e. a. s. fremstu kórstafi]
í kórnum eru höggsperrur og síðan tvennar sperrur yfir bitum
með áfellum og súð yfir.“7 Hér sést glöggt, að höggsperrur sitja
ekki í bitum. I þessu falli hafa þær verið höggnar í kórsyllurnar
fast upp við kirkjugaflsþilið.
Milli kórs og kirkju eru dyr með stöfum og dróttum. Norð-
anmegin er þil undir þverslá og einhvers konar op þar fyrir
ofan, einnig með dróttum yfir. Sunnanmegin er predikunar-
stóllinn með sinni inngöngu, efra prýdd dróttum og fjölum
42