Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 46
SK.AGFIRÐINGABÓK
sem ná alla leið að dyrum og enda þar með bríkum. Nyrðri
bekkurinn nær þó ekki inn í innsta stafgólfið. Þar eru fjögur
kvensæti 1699. Það innsta með brík að framan, það næsta er
einungis sessufjöl með fótum undir, það þriðja með brík að
framan og það fjórða með tveimur bríkum og bakslám. Fyrir
framan það innsta er lítil bekkjarfjöl, svo sem áður er minnzt á.
Við predikunarstól er svo eitt þversæti bríkarlaust, karlmanna-
megin.
Sjaldséður er slíkur fjöldi dýrlingalíkneskja í íslenzkri siðbót-
arkirkju í upphafi 18. aldar. Tilgreind eru fjögur 1719, Maríu-
líkneski, sem hangir uppi yfir kórdyrum, og þrjú „standa niðri í
kórnum.“14 Arið 1461 á kirkjan „Maríulíkneski og Péturslíkn-
eski, Katrínarlíkneski og Maríulíkneski með alabastrum og
Þorlákslíkneski.“15 Ekki er heldur auðfundið kirkjutjald í þenn-
an tíma. Slitur eru það að vísu, sem hanga á innra bjórþili
framkirkju yfir Maríu, en tjald engu að síður.
Kórinn er lýstur upp með sexarma krónu, sem enn er til.
Klukkur héngu uppi í klukknaporti í kirkjugarðshliði og hanga
þar enn.
Kirkja sú, er hér hefur reynt verið að laða fram af blöðum
bóka, stendur óhögguð fram undir 1732, að því undanskildu, að
bóndinn Andrés Þorbjarnarson hefur látið endurnýja kvensæt-
in skömmu fyrir 1719.
Kirkja Magnúsar Skaftasonar 1732—1810
Halldór biskup Brynjólfsson getur þess skilmerkilega í vísitazíu
sinni þann 10. október 1749 á Víðimýri, að „Kirkjan er af áður
velnefndum proprietario mons. Magnúsi merkilega vel upp-
gjörð anno 1732."1 Steinn biskup Jónsson lýsir henni fyrst
byggingarárið.2 Frá þeim tíma, er kirkjustóllinn upphefst með
árinu 1748, má fylgjast með kirkju Magnúsar Skaftasonar, hag
hennar og uppbyggingu, svo að segja ár frá ári, þar til hún er
44