Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 47
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
niður tekin 1810. Biskupar, prófastar og kirkjubændur sjá um
það.3
Valdast er, að hve miklu leyti tala á um nýja kirkju eftir 1732.
Eins mætti segja, að um viðgerð væri að ræða með einhverjum
breytingum. Kórinn er sá sami, einungis viðréttur. Framkirkjan
hefur hins vegar verið tekin niður og nýju efni bætt fyrir gamalt
og úr sér gengið. Greint er frá, hvað það er: 39 borð í súðina, 19
í slagþilið fyrir framan húsið og 1 í stóla, tveir bitar eru endur-
nýjaðir, þeir sem á lofti eru, áfellur allar og vindskífur, en um-
hverfis dyr er efni sett í nýjan umbúnað ásamt aurstokk og
þrepskildi.4 Af vísitazíum má ráða, einkum biskupanna Hall-
dórs Brynjólfssonar og Gísla Magnússonar, að guðshús þetta er
í stórum dráttum eins og áður. Meginbreytingin er fólgin í gerð
framstafns. Hann er nú klæddur slagborðum frá aurstokk og
upp úr til sperra. Stafverksþilið hverfur undir klæðningu, líkt
og sjá má í Gröf á Höfðaströnd. Þarna sér í fyrsta ósigur staf-
verksins, sem um þessar mundir bíður smám saman lægri hlut
fyrir bindingsverki. I gerð dyraumbúnaðar vottar fyrir endur-
skini barokhefðar meginlandsins. Hinar einföldu rómönsku
dyr verða að víkja fyrir forfínaðri klassískri umgerð, strikuðum
stöfum, útsniðnum dróttum og skúrfjöl. Sumt af þessu er málað
ásamt vindskeiðunum efra. Kórskil er og eitthvað breytt. I stað
drótta í kórskilsopinu kvennamegin er komið „útskorið þil-
stykki.“ Utskurður er og á stöfum þeim, sem predikunarstóll-
inn er festur á. Yfir honum er getið í fyrsta skipti málaðrar og
gylltrar bríkur með ártalinu 1616. Þá er útskurður á brík yfir
kórdyrum. Framan á dróttunum „er eitt gyllt crusifix og á kór-
staf hangir málað líkneski." Hvort tveggja er til. Tjaldið er
horfið, María einnig úr sínum stað, gæti verið á kórstaf, og líkn-
eskin öll nema eitt.
Onnur breyting er og áberandi. Sætum hefur fjölgað. Komin
eru tvö þversæti með bríkum og bakslám og þrjú þversæti
önnur karlmannamegin í stað eins áður, og kvensætum hefur
fjölgað um eitt, auk þess sem hin hafa prýkkað.
45