Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 48
SKAGFIRÐINGABÓK
Þrátt fyrir fögur ummæli Halldórs biskups 1749, stendur
ekki á hrörnuninni. Arið 1763 er „þilið í fremsta stafgólfi að
sunnanverðu úr greypingum gengið“ og „kirkjuveggirnir eru í
slæmu standi og þakið mjög lasið.“ Ekki er að gert fyrr en í tíð
Halldórs Vídalín. Arið 1775 segir prófasturinn í Skagafjarð-
arsýslu, séra Jón Jónsson, að „klausturhaldarinn hr. Vídalín
hefur látið reparera kórgólfið, sem áður var niðurhlaupið og
lagfæra bekkina. Item nokkrir listar lagðir á þilið baktil. Item
fjalir undir innsta stól að norðan lagfærðar, og standþil endur-
bætt í 2 fremstu stafgólfum þeim megin. Listi er lagður á
kirkjustaf að innan til að útibyrgja vind og snjó. Gluggi er og
kominn vænn yfir predikunarstól í staðinn hins brotna með
kistu og hlera, allt vel gjört. 3 stólar bríkarlausir tillagðir að
norðan fram í kirkjunni.“
Hvað má af þessum orðum ráða umfram það, sem lesið verð-
ur beint? I fyrsta lagi hefur verið trégólf í innsta kvensæti, sem
við höfum ekki orðið vör áður. I öðru lagi er ekki annað að sjá
en búið sé að setja þil utan yfir stafverksstafn kórs. I þriðja máta
fregnum við af hlera yfir predikunarstólsglugga, sem er ein-
stætt. Og enn fjölgar sætum. Auk þeirrar lagfæringar á trésmíði,
sem getið var, hefur Halldór Vídalín látið setja nýtt þak á
kirkjuna „mikið vænt og vel gjört.“
Við þetta situr í bili, unz Jón biskup Teitsson kvartar 1781
yfir, að kirkjusúðin að sunnan sé „mikið gölluð af fúa fyrir
neðan miðju“ og „hliðveggir hennar báðir ónýtir og ósæmi-
legir." Hvetur biskup proprietarius að „reparera þennan veggja
og súðabrest kirkjunnar." Arið 1787 er svo komið, að kirkjan
„sem mjög svo er hrörnuð að ekki er embættisfær, hvers vegna
proprietarius klausturhaldarinn hr. Halldór Vídalín hefur með
Guðs hjálp í ráði að taka hennar byggingu fyrir sig það fyrsta
mögulega skeður.“ Sem sagt, húsið er dæmt ónýtt og reisa skal
annað í þess stað. Bið verður þó á því.
Bágar eru lýsingar tilsjónarmanna eftir þetta, enda þótt reynt
sé að lappa uppá það versta og veggir hlaðnir 1796.1 stuttu máli
46