Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 56
SKAGFIRÐINGABÓK
í sögu Espólíns og Einars Bjarnasonar er þó ekki framar öllu
mannvirkjagerðin sem slík, heldur slysfarir. Ungur vinnumaður
Gottskálks Egilssonar á Völlum í Hólmi, Guðmundur Hall-
grímsson „læknis“ Jónssonar, hafði farið til torfverka að Víði-
mýri einn dag eftir hvítasunnu. „Veður var hlýtt um daginn og
tók Húseyjarkvísl að vaxa; bað þá Einar Guðmund að bíða til
morguns, en hann neitti og reið heimleiðis“2 með þeim afleið-
ingum, að hann drukknaði. Tveimur árum seinna var séra
Benedikt Vigfússon hinn ríki á Hólum, þá prófastur Skagfirð-
inga, „nálægur að Víðimýri til að yfirlíta kirkjuna“ nýbyggða.3
Skoðunargerð prófasts frá 26. marz 1836 er elzta og jafnframt
ítarlegasta lýsing á Víðimýrarkirkju frá fyrri tíð. Við skulum nú
allt í senn ganga í fylgd með prófasti og bera saman lýsingu hans
við húsið sjálft til þess að sjá, hversu nákvæm hún getur talizt
og um leið bæta uppí það, sem á vantar hjá klerki, með nánari
skilgreiningu, teikningum og ljósmyndum. Hér fæst einmitt
sjaldgæft, en kjörið tækifæri til þess að ganga úr skugga um
heimildargildi slíkra skoðunargerða.
Að innanmáli segir séra Benedikt, að húsið sé „á lengd lóVá
al. d.m. á breidd 6V4 al. d.m. á hæð 6 [álnir] og 20 þumlungar.“
Samkvæmt því á hún að vera 9.71 m á lengd, 3.91 m á breidd og
4.28 m á hæð. Nú er ekki sama hvar mælt er, en innan þilja er
hún samkvæmt mælingum 9.85 m á lengd og 3.92 m á breidd.
Frá gólfi í sperrutopp er hún 4.28 m, en á reisifjalarkverk 4.36
m. Kirkjan er sögð í sjö stafgólfum „hvaraf kórinn inniheldur 3
stutt en framkirkjan 4 lengri.“ Lengd stafgólfa í kór er 1.30 m
en í kirkju 1.54 m. Oll er kirkjan „undir reisifjöl með 4 lang-
böndum hvorumegin." Fjórða langbandið sést ekki, það er falið
bak skammþils neðst við bita og er með öðru þversniði af þeim
sökum. Ekki er minnzt á mænitróðu, en hún er í kór. I kór eru
langbönd sporuð lítillega niður í sperrur, en liggja slétt á þeim í
framkirkju. Sperrur eru sporaðar niður í bita, en blaðaðar
saman að ofan, og ganga leggirnir út yfir toppinn, sem þykkt
54