Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 57
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
langbandanna nemur. Skammbitar eru í gaflsperrum milli þilja.
Kirkjan er að sjálfsögðu „með tilhlýðilegum undir og yfir-mátt-
arviðum“ nefnilega „sperrum, bitum og stöfum sem standa á
sterkum fótstykkjum umhverfis.“ Sperrur og bitar eru átta
talsins, en stafir 16. Yfir stöfunum eru lausholtin, eitt á hvora
síðu. Innan á neðri grindinni er sléttplægt þil „frá grönnum
þilstokkum við gólf uppí miðsyllur og úr þeim í þær efstu, sem
eru dálítið skornar uppí bitakverkar.“ Allt er þetta rétt og satt,
en hér hefur láðst að geta þess, að þilstaíur þunnur er fyrir
hverjum uppistöðustaf, sem markar hið plægða þil í reiti eða
spjöld. Þess vegna kallast slík þilgerð spjaldþil. Eins vantar að
geta þess, að miðsyllur eru hærra settar á framkirkju en í kór.
Bekkjarhæðin hefur augsýnilega ráðið hæðinni á síðarnefnda
staðnum. A rammabrúnum spjaldanna er svo heflað strik.
I kverkinni milli þils og þaks „er sléttplægt smáþil uppundir
reisifjöl, skorðað með listum að ofan en plægt í syllurnar að
neðan, sem afklæðir lausholt og neðsta langband." I kórnum
eru á efri syllum „útskornir og stikaðir listar“ með ásettum
hinum grískættaða tannstaf. „Fjalagólf er í allri kirkjunni á
þéttlögðum undirstokkum mestpart af gömlum borðvið.“
Stokkarnir eru átta og liggja á steinhleðslum, skorðaðir milli
fótstykkja. Gólfborðin eru úr hinni gömlu kirkju. „Framan-
undir og fyrir kórbaki kirkjunnar eru slagþil af nýjum borðvið
með tvílögðum vindskeiðum.“ Að innanverðu eru þil þessi ein-
ungis „fóðruð uppundir bita“ að svo komnu máli, „með slétt-
plægðu þili, fest með lista við gólfið, plægt í syllur á miðjum
þiljum og úr þeim uppí bita.“ Engin strik eru hér á syllum eða
bitum. A kórbaksþili eru fyrir neðan bita „4ra rúða gluggar sinn
hvoru megin altaris með tilhlýðilegum umbúningi“ en „fyrir
ofan bita er vænn 4ra rúða gluggi í sterkum karmi.“ Arið 1867
voru neðri gluggarnir teknir, en sexrúðugluggar settir í staðinn,
þeir sem nú veita birtu inn í húsið. „Einnig eru og 2 fjögra rúðu
gluggar á framþilinu fyrir neðan bita með sama umbúningi. Þeir
55