Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 58
SKAGFIRÐINGABÓK
eru allir settir í gluggakarma, en fyrir þá alla vantar hlerana.“
Geritti og vatnsbretti eru felld að körmunum að utan, en innan
einungis listar. Hlerarnir komu 1842, en óvíst er, hvenær
klæðningin innan á bjórana var sett.
Lítum þá á bekkja- og sætaskipan. I kórnum eru „ófóðraðir
bekkir umhverfis með bríkum við kórdyr.“ Ófóðraður þýðir
sama og óklæddur. Aður fyrr voru bekkir ýmist hálf- eða al-
fóðraðir, þ. e. a. s. smáfjöl var lögð framan á bekkjarfjölina,
eins og sjá má dæmi um, eða bekkurinn var klæddur alveg niður
í gólf að framan. Bríkurnar við kórdyr eru útsniðnar að ofan. I
þann mund, sem þessi skoðunargjörð fer fram, er gamla altarið
enn í kirkjunni, en það „álíst senn fornfálegt, ósamsvarandi
kirkjunni og ætlar því hr. proprietarius að láta smíða nýtt“ sem
hann og gerir árið 1838.
Predikunarstóllinn er og úr gömlu kirkjunni. Réttara væri að
segja úr fyrri kirkjum. Hann er því svo sannarlega kominn til
ára sinna, gæti verið með elztu stólum landsins. „Milli kórs og
kirkju er að sunnanverðu sléttplægt þil frá neðri syllu uppí mið-
syllu, úr hvörri að greyptar eru tvær sterkar fjalir uppí bita, við
hverjar listalagðar, predikunarstóllinn er festur. Lítil þverslá er
þeim megin innsporuð í kórdyrastaf og í aðra fjölina við predik-
unarstól og milli þverslárinnar og miðsyllunnar eru 3 slétt-
plægðar fjalir, en pílárar ekki úr henni uppí kórbita ennnú
settir, svo þilið framanundir kórnum sé með þeim fullgjört
sunnanvert við kórdyrnar. Norðanmegin milli kórs og kirkju er
sléttplægt þil grópað í flatlista á gólfi en þverslá að ofan sem
sporuð er í kórdyrustaf. Þeim megin frá nefndri syllu upp undir
kórbita eiga bráðlega að setjast pílárar svo þilið þeim megin
milli kórs og kirkju verði fullgjört." Tæpast verður þessum
umbúnaði öllum lýst betur. Hins vegar er ekki minnzt á
tröppurnar upp í predikunarstólinn, enda ekki komnar í þenn-
an tíma. Tröppurnar og pílárarnir kvennamegin eru á sínum
stað 1838. Þeir eru festir með mjóum rammalistum í kórskils-
opin.
56