Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 60
SKAGFIRÐINGABÓK
Þessu næst er vikið fram í kirkju og stólar taldir og þeirra
umbúnaður. Þeir eru fimm hvorum megin með sínum bekkj-
um, bakslám, en „við annan hvörn stól eru uppstandarar spor-
settir í langslá undir bita að ofan en fótstykki að neðan, hvert að
liggur eftir endilöngu framkirkjugólfinu frá kórdyrastaf til
kirkjudyrastafs." Þess er hins vegar ekki getið, að langsláin að
ofan nær ekki lengra en að stúkum. Bríkur annars hvers stóls
eru festar með uppstöndurum, en hinar eru greyptar í fótstykk-
ið. Allar eru þær útsniðnar að ofan. Fremstu stólana við kirkju-
gaflsþilið kallar prófastur bekki. Bakslár og uppstandarar eru
strikuð. „Frá innsta uppstandara norðan megin til kórdyrastafs
er stúka með 2r stólum afþiljuð að framan með stokkaþili frá
neðri þverslá í þá efri sem eru greyptar í nefndan innsta upp-
standara að framan og í líkan uppstandara við þilið. Fremri
stóllinn hefir brík sem hann er festur við, en sá innri með
tveimur bakslám er festur við strikaðan uppstandara þilmegin,
en að framanverðu við listalagða fjöl, sem er greypt að neðan::' í
fótstykkið en fest að ofanverðu við útskorinn og strikaðan
snikkaraverksumbúning yfir inngöngunum í sætinu, sem með
henni eru aðgreindir, hver umbúningur að ofanverðu styðst við
strikaða fjöl festa við kórdyrastaf. I stúkunni er lítil þverfjöl
innst við kórþil.“ Litlu er við þessa greinargóðu lýsingu á
hefðarstúkunni að bæta. I rammareitunum fyrir ofan inn-
gangana tvo eru úthoggin lágmyndaskreytiverk. Það innra er
með vafningum þremur, en það fremra úr sveigðum tigli í
miðju, sem snertir tvö droplaga form. Yfir spjöldunum er tann-
stafur. Að sunnanverðu er önnur stúka, þó opnari „með tveim-
ur stólum, hverra hinn fremri er með brík en sá innri með stól-
brúði og tveimur bakslám. I henni er lítið þversæti með tveimur
bríkum.“ Þetta þversæti nær frá kórstaf að predikunarstól, en
hann tekur meginrými fremra sætisins. Vert er að vekja athygli
á því, að endafjöl sætis er kölluð stólbrúð þegar hún stendur
* norðan í hdr., sem fær ekki staðizt.
58