Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
sjálfstætt, en brík þegar hún hefur stuðning af uppstandara.
Tekið er fram, að pílárarnir bak stúkunnar séu ekki enn komnir
á sinn stað, en það verði bráðlega. Tveimur árum seinna er það
gjört.
„Gamla kirkjuhurðin með sinni gömlu skrá og járnum er
fyrir kirkjudyrum, en umbúningur þeirra er nýr og prýddur
með listum að utan.“ Þá vitum við það. „I kór- og kirkjudyr
vanta dróttir ennú, sem bráðlega eiga að tilsetjast." Dróttirnar í
kórinn komu 1838, en líklega hafa þær aldrei verið settar í
útidyrnar. „Nýlegur hjónastóll fylgir kirkjunni með máluðum
pílárum.“
Undir lokin fer svo prófastur almennum orðum um hina
nýju byggingu og segir, að viðir hennar séu „að sjá sæmilega
vandaðir og mikinn part nýjir“ og virðist honum hún „vera til
sóma velnefndum hr. proprietario“ og hefur sjálfsagt ekki
grunað, hversu sá sómi átti eftir lengi að endast.
Hér hefur þá verið farið yfir skoðunargjörð séra Benedikts
Vigfússonar prófasts og hún borin saman við kirkjuna nú á
dögum. Ekki verður annað sagt en hún sé í hvívetna hin áreið-
anlegasta og færir um leið sönnur á heimildargildi úttekta. Að
vísu geta slíkar lýsingar aldrei komið í stað húsanna sjálfra.
Engu að síður búa þær yfir ómetanlegu heimildargildi og veita
birtu á fornan íslenzkan listmenntaarf, sem ella væri í niða-
myrkri.
Heildarbyggingarkostnaður kirkjunnar var 546 ríkisdalir og
61 skildingur eða sem nemur 91 kýrverði. Forsmiður var Jón
bóndi og síðar alþingismaður Samsonarson frá Keldudal, en
með honum vann Eiríkur Þorsteinsson frá Breið. Timbrið í
kirkjunni er rekaviður af Skaga.4
Hvernig reiddi svo þessari kirkju af? Skemmst er frá því að
segja, að laupurinn stóð sig vel, en torfið illa. Strax eftir 1853 er
farið að kvarta yfir þakbruna. Reynt er að bæta úr því 1854 með
nýju þaki, sem þegar er „burtslitið og fokið af sunnanverðum
mænir kirkjunnar“ árið eftir, „svo hún stendur undir stór-
60