Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 64
SKAGFIRÐINGABÓK
skemmdum."5 Aftur er þakið tyrft og endist betur, en þá tekur
suðurveggnum sólbrunnum og veðurbörðum að hnigna um
1860.6 Við svo búið stendur til 1876, að veggurinn er byggður
upp og þakið endurnýjað.7 Skömmu fyrir 1892, í tíð séra Jakobs
Benediktssonar, virðist hafa verið gert aftur að moldum kirkj-
unnar: „Veggir og þak er í mjög góðu lagi,“ ritar prófastur í
kirkjustólinn um þær mundir.8 Eftir það verður ekki vart við,
að unnið sé að torfverki kirkjunnar fyrr en hún er tekin 1936,
utan hvað „þak hefur verið endurbætt að nokkru“ 1925 og
1927.9
Af elztu mynd, sem varðveizt hefur af Víðimýrarkirkju,
teikningu Joh. Klein frá 1898, er ljóst, að norðurveggurinn er
hlaðinn upp með klömbruhnaus, en sá syðri með streng. Sama
máli gegnir um ljósmyndina frá 1920. I bókinni Forn frxgbar-
setur II er enn yngri ljósmynd af kirkjunni, gæti verið tekin
u. þ. b. tíu árum seinna. Allt sýnist þar vera við hið sama. Af
þessu ætti að vera ljóst, að norðurveggurinn er orðinn rúmlega
aldargamall, þegar hann er endurnýjaður upp úr 1936, og sá
syðri 60 ára.
Aldrei verður vart við, að timburstafnar kirkjunnar séu bik-
aðir eftir að hún var byggð. Alla tíð fá þó kirkjubændur hrós
fyrir að hirða hús sitt vel að innan.
Helztu breytingar, sem gerðar voru á kirkjunni innan dyra
eftir 1834 eru þessar: Nýtt altari fær hún 1838, lamar- og skráar-
laust er það í fyrstu, en það lagast með tímanum.10 Skipt er um
glugga á kórgafli og yfir predikunarstól 1867. Settir voru sex-
rúðugluggar í stað fjögurra á gafli og fjögurrarúðugluggi í stað
tveggja yfir stólnum.11 Gráturnar, þ. e. a. s. pallurinn og grind-
verkið, sem nú eru í kirkjunni, komu ekki fyrr en 1868.12 Þessar
tvær síðustu breytingar eru gerðar í tíð Jóns bónda og hrepp-
stjóra Arnasonar, eiganda og ábúanda Víðimýrar 1861 — 1876.
Veikasti hluti kirkjunnar er auðsjáanlega predikunarstóls-
glugginn. Árið 1892 er gert við hann fyrir 4 kr.13 Tíu árum
seinna er hann „bilaður og ónýtur og rúðu vantar í gluggann."
62