Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekkert hefur verið að gjört, því enn er kvartað yfir glugganum
1908. Af reikningi kirkjunnar má álíta, að gert hafi verið við
hann ári seinna. Enn er kvartað yfir téðum glugga 1923 og nýr
er kominn á sinn stað 1927. Eftir þessu að dæma hafa verið einir
fimm gluggar yfir predikunarstól Víðimýrarkirkju fyrir viðgerð
1936. Alls óvíst er því, að umbúnaður þessi sé nú á nokkurn
hátt svipaður upprunalegri gerð. Reyndar voru aðeins tvær
rúður í þeim fyrsta.
Arið 1856 er gert við gólf í framkirkju og þrjár rúður tillagð-
ar, en ekki sagt í hvaða gluggum. 1892 er „vindskeið öðrum
megin á austurstafninum“ brotin burt og hún sjálfsagt löguð,
því að ekki er kvartað yfir henni eftir það og sama ár er gluggi á
vesturstafni lagfærður fyrir 2 kr. Satt bezt að segja er með ólík-
indum, hvað laupur Víðimýrarkirkju stóð sig vel þrátt fyrir lé-
legt viðhald uppúr aldamótunum.
Kirkjugarður og klukknaport
Sem að vanda lætur hefur garður verið um Víðimýrarkirkju, þar
sem hinir framliðnu voru jarðsungnir. Hann var úr torfi og með
vissu til skamms tíma sporöskjulagaður, að fornum hætti svo
sem annað Víðimýrarkirkju tengt, en er nú afmáður, því
miður.1
I kirkjugarðshliði var klukknaport. Þegar árið 1663 er getið
um „klukkur tvær í sáluhliði."2 Engin nánari deili eru sögð á
klukknaumbúnaði í heimildum fyrr en 1754, að Magnús Skafta-
son endurnýjar hann. „Klukknaport nýuppbyggt" segir í pró-
fastsvízitasíu það ár, „með 4 stólpum, syllum, miðsyllum og 2
aurslám, 2 bitum og súðþaki í rjáfri, grind á járnum fyrir úti-
dyrum og dróttum yfir.“ Veggirnir, sem að því liggja eru og
nýir.3 Portið hefur verið hin myndarlegasta bygging, eitthvað í
líkingu við þau port, sem gamlar myndir sýna af slíkum mann-
virkjum. Klukknaport Magnúsar Skaftasonar virðist standa
órótað fram til 1810, að nýtt er „byggt af 4 uppstöndurum á
64