Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 68
SKAGFIRÐINGABÓK
hann upp, en ekki allan. Girðing úr timbri var sett að vestan-
verðu, og þar með voru dagar portsins taldir. I stað þess er sett
hlið með bogmynduðum inngangi og vængjahurð með tilhlýði-
legum umbúningi, en hið „gamla klukknaport . . . fært til
bráðabirgða að kirkjudyrunum. En af því það er bæði of lágt og
víða fúið sýnist eiga best við fyrst um sinn að búa um klukkurn-
ar framan á kirkjuþilinu."5
Bið verður á því. Arið 1875 dúsir það enn illa farið við kirkju-
dyr. Hvenær það var endanlega rifið og klukkum komið fyrir í
kjálkum á kirkjuþilið, vitum við ekki. Til þess skortir heim-
ildir. Arið 1898 eru klukkurnar með vissu á framstafni, það
vottar teikning Joh. Klein af Víðimýrarkirkju það ár. A þilinu
eru svo klukkurnar þar til Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður tekur þær ofan upp úr 1936 og setur aftur í port við
kirkjugarðsinngang, þar sem þær eru enn. Þegar klukknaportið
var rifið, hefur veðurviti þess verið settur á kirkjuburstina, eins
og sjá má af teikningu Kleins frá 1898, en er horfinn 1920.
Sáluhliðið er fallið 1904, og þráfaldlega er kvartað yfir slæmu
ástandi kirkjugarðsins. Arið 1911 er torfverk hans lagfært og ný
girðing sett ásamt sáluhliði 1913, allt grænmálað. Þetta hlið sést
á ljósmyndinni frá 1920. Lítið mun hafa verið hugsað um
garðinn eftir þetta. Sífellt er kvartað og 1929 er sagt berum
orðum, að hann sé „í hinni mestu óhirðu."6
Yfirlit og samanburbur
Frá árinu 1661 hafa þá staðið á Víðimýri með vissu fjórar
kirkjur, þrjár á undan þeirri, sem nú prýðir hið forna höfuðból.
Hallgrímskirkja verður 71 árs, Magnúsarkirkja 78, Benedikts-
kirkja 24 ára, og sú sem nú stendur 150 ára. Meðalaldur þeirra
er þá 80.7 ár. Nú er tæpast réttmætt að reikna með 150 árum í
seinasta tilvikinu, þar sem kirkjan hefur hlotið sérstaka vernd.
En 100 ára hafði hún alténd orðið. Þá er meðalaldurinn 68.2 ár
frá 1661 til 1934 eða á 273 ára tímabili. Til samanburðar má taka
66