Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 69
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
tvö dæmi mér kunn, annað af Norðurlandi, hitt af Suðurlandi,
annað af ríkri kirkju, hitt af fátækri.
I Laufási á Eyjafjarðarströnd stendur útbrotakirkja af timbri
árið 1661, reist 1631. Hana leysir af hólmi torfkirkja 1744, sem
stendur með sóma og sann til 1864, að timburkirkja sú, er þar
rís við ásinn, er reist. Sem sagt þrjár kirkjur á móti fjórum á
Víðimýri. Aftur á móti verða staðarhaldarar á Mosfelli í Gríms-
nesi að reisa hvorki meira né minna en níu guðshús á sama
tíma.1
Víðimýrarkirkja sú, sem birtist okkur í fyrstu óljóst, en mun
skýrar fyrir tilstilli Hólabiskupa á ofanverðri 17. öld, er með
mjög fornu lagi. Rómanskrar gerðar kalla fræðimenn slík guðs-
hús, þar sem kór er undir minna formi en framkirkja. A það
jafnt við um stein- timbur- og torfkirkjur. Elztu kirkjur á hinu
norræna menningarsvæði, sem flestar eru frá 12. öld, eru með
þessu lagi. Forverar þeirra, sem leifar hafa fundizt af í jörðu, eru
og sama marki brenndar. Ef við höldum okkur við timburkirkj-
urnar einar saman, sem allar voru með stafverkslagi, þá er ljóst,
að greina má þær í tvo höfuðflokka, útbrota- og einskipakirkj-
ur. Hinar síðarnefndu hafa verið langalgengastar, enda þótt
horfnar séu flestar. Enn standa þó nokkrar uppi í Noregi, ein í
Svíþjóð, og í jörðu hafa fundizt þeirra dæmi bæði í Danmörku
og Færeyjum. Frægasti fulltrúinn og upprunalegasti er
Holtálenkirkja í Þrændalögum, talin vera frá því um og eftir
miðja 12. öld.2 Áhugaverðari fyrir Islendinga er þó Roldals-
kirkja í Harðangri, þ. e. a. s. upprunaleg gerð hennar, sem gæti
verið frá 13. öld.3 I rauninni er með ólíkindum hversu grunn-
mynd Víðimýrarkirkju frá 1661 svipar til grunnmyndar Roldals-
kirkju, sé torfið tekið frá þeirri íslenzku, en seinni tíma við-
bætur frá þeirri norsku. Kór er í báðum undir minna formi en
framkirkja og í báðum í tveimur stafgólfum, framkirkja í þrem-
ur. Harðangurskirkjan er ívið stærri. Nú er Víðimýrarkirkja
torfhús, segja menn, en Roldalskirkja timburbygging. Enda þótt
Víðimýrarkirkja sé „horfin um með grænt torf,“ er hún framar
67