Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Hérlendis hefur hún verið háð staðháttum, líklega einkum
veðurfari, efnum, framtaki og tízku. Breytingin frá hinu róm-
anska lagi til þess gotneska á torfkirkjum, virðist t. d. alveg um
garð gengin í Skálholtsbiskupsdæmi á 17. öld. Að vísu er þetta
ekki fullkannað, en ég hef ekki rekizt á eitt einasta dæmi um
rómanskt lag í gögnum þess tíma. Aftur á móti má í vísitazíu-
bókum þeirra feðga Þorláks Skúlasonar og Gísla sonar hans
rekast á nokkrar kirkjur með þessu sniði. Eg hef heldur ekki
fullkannað það mál, en nefni hér kirkjurnar í Reykjahlíð,
Einarsstöðum, Draflastöðum, Víðivöllum, Hofstöðum, Goð-
dölum, Reynistað og Staðarbakka, auk Víðimýrarkirkju, eða
alls níu kirkjur.5 Flestar þessara kirkna fá gotneskt lag í lok 17.
aldar og í upphafi þeirrar 18. Engir streitast þó lengur við en
Víðimýrarbændur. Eg held að fullyrða megi, að einstakt sé með
öllu, að það svipmót kirkna, sem hæst ber á 12. og 13. öld, haldi
velli á Víðimýri fram á 19. öld.
Fleira er fornlegt við kirkjuna frá 1661 en lagið eitt. Ekki
verður annað séð en á henni sé hreinræktuð stafverkssmíð. I
rauninni má segja, að hún haldist að mestu leyti á kirkjunni,
sem í kjölfar hennar fylgir. Svipaða sögu er að segja um
laupgerðina og lagið. Á Islandi eru fáar kirkjur uppistandandi á
öndverðri 19. öld, sem geyma svo augljóslega stafverk miðalda.
Nefna má það og í sambandi við kirkju Hallgríms Halldórs-
sonar, að fátítt er að finna fjögur af fimm bílætum kaþólskunnar
innan veggna hennar u. þ. b. einni og hálfri öld eftir mynd-
brotatíð lútherskunnar. Sama er að segja um tjöldin sem hanga
uppi yfir kórdyrum ennþá 1719 og dróttarbogana í kórþils-
opinu. Allt er þetta með mjög fornlegum brag.
Smágustur nýrri tíðar berst að Víðimýri með kirkjunni frá
1732. Einkum má merkja það af slagþilinu á framstafni og dyra-
umbúningi hans, sem ber vott um klassísk áhrif, að svo miklu
leyti, sem séð verður. Þá fjölgar sætum að mun þann tíma, er
kirkja Magnúsar Skaftasonar stendur.
Nýi tíminn heldur þó ekki innreið sína að fullu á Víðimýri
70