Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 73
KIRKJUR A VIÐIMYRI
fyrr en með kirkjunni frá 1810. Þá fyrst nær hið gotneska lag
yfirhöndinni, þá fyrst er bindingsverkið tekið í brúk, þá fyrst er
kirkjan fullskipuð bekkjum og timburgólf komið í hana alla.
Tindurinn í þeirri þróun er svo kirkja Einars Stefánssonar, sú
sem nú fyllir 150 ár.
I lok þessa kafla er vert að kanna sætin betur. I vísitazíu Jóns
Vigfússonar 1685 er ekki minnzt á sæti, en bekkir eru bæði í kór
og kirkju. Arið 1699 segir Björn biskup Þorleifsson frá einu
þversæti sunnanmegin í kirkju og þremur stólum með bríkum
ásamt einu sæti bríkarlausu norðanmegin. Alls eru þetta fimm
stólar og sæti. I vísitazíu Steins biskups Jónssonar 1719 hefur
fækkað um einn kvennamegin, en 1757 telur Gísli biskup
Magnússon tvo stóla og þrjú sæti sunnanmegin, en fjóra stóla
og eitt sæti norðanmegin, alls tíu. Arið 1772 er búið að gera
stúku úr innsta stól kvennamegin, með fjöl við kórskil til að
falla fram á. Auk hennar eru fjórir stólar og einn laus, sjálfsagt
hjónastóll. Sunnanmegin eru sæti og stólar orðnir sjö að tölu
eða alls þrettán 1781. Þá fyrst er kirkjan fullskipuð sætum. Sam-
hliða þessari fjölgun styttast langhliðabekkir framkirkju og
hverfa. I hinni nýju kirkju 1810 er sú sætaskipan, sem menn eru
að fálma sig fram til á 18. öld, komin í fast form, það form sem
við þekkjum. Aður fyrri var alsiða, að fólk stæði við guðsþjón-
ustur.
List og stíll
I orðabókum stendur, að byggingarlist sé sú grein lista, sem
fæst við að reisa hús og fegra eftir vissum reglum. Not, tækni og
fegurð er sú þrennd, sem upp verður að ganga í eitt, ef hús á að
teljast listaverk. Oll þessi skilyrði uppfyllir Víðimýrarkirkja í
hæsta máta að mínum dómi. Hún er guðsþjónustuhús, þar sem
innri skipan á sér langa og reynda hefð. Hver rýmiseining er
nýtt eftir því. Altarið, þar sem fram fara táknleg tengsl guðs og
manna ásamt með sínum þjóni eða þjónum, á sér fastan sess við
71