Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
austurstafn, á sér reyndar sérstakt hús, kórinn, þangað sem
augu og hugur safnaðarfólksins beinist úr þeirra húsi, fram-
kirkjunni. A skilum beggja, sunnanvert undir daufu skini lítils
glugga eða við flöktandi birtu kertaljóss, er ræðustóll settur,
þungamiðja safnaðarhlutans og þaðan boðað guðs orð. Sam-
kvæmt eldfornri venju sitja konur norðanvert í kirkjunni, en
karlar sunnanmegin, auk þess sem hver hefur sinn sess eftir
þjóðfélagsstöðu: Hinir ríkustu eru innst, þeir fátækustu
utar.
Stærðarím og smíð Víðimýrarkirkju er eftir öðru. Hlutföllin
eru bundin. Grunnmynd má heita tvö og hálft kvaðrat, hæð er
jöfn breidd, ræfur helmingur þeirrar stærðar, langsnið sömu
lögunar sem grunnmynd og kórskil í gullinsniðshlutfalli af
heildarlengd kirkju. Hið innra eru þil og ræfur í tölulegri festu.
Sjö eru deildirnar. Þar af eru þrjár ívið smærri en hinar fjórar, til
tilbrigða. Langbönd skipta og innri þakfleti með sperrum í ljós-
beizlaðan ferskeytufans, sem er dýpri en spjöld veggjanna.
Formþættir spjaldanna eru færri og andstæðukenndari að
stærðinni til, þar sem spjöldin í kór eru mun stærri um sig en
frammi í kirkju. Sætin fylgja stafgólfsrýminu, ýmist bundin eða
laus, þau innstu með tilbrigðaumgjörð stúku að norðanverðu,
en bekkirnir breiða úr sér með hliðum kórs. Ljósið seytlar um
tvo jafnstóra og einn minni glugga á kórstafni, en einungis tvo
smáglugga á útstafni og leikur listir sínar fyrir augu áhorfenda í
netverki píláranna, pentar með ótal blæbrigðum formeiningar
hússins, líkt og í allri sannri byggingarlist.
Ytra mætir sömu augum andstæða timburs og torfs: Svart og
grænt halda hóflega í hvort við annað. Hin stallaða áferð slag-
þilsins ásamt strikuðum og útsniðnum vindskeiðum, listum og
brettum, kljúfa birtuna fastbundinni hrynjandi. Eins og í góðu
listaverki lýtur allt í þessu húsi einum vilja: að fella smátt og
stórt í eina heild. Víðimýrarkirkja er „einn stílhreinasti og feg-
ursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til
er“ svo notuð séu orð Kristjáns Eldjárns.1
74