Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 78
Höfundur
Sízt af öllu má undir höfuð leggjast að geta meistara þess verks,
sem hér hefur verið lofað, ekki minnst vegna þess, að lífsferill
hans er kunnari en almennt gerist um alþýðuarkitekta íslenzka
frá fyrri tíð. Reglan er sú, að flestir eru þeir því miður gleymdir.
Aðalbyggingarreikningur Víðimýrarkirkju hefur ekki verið
skráður í kirkjustólinn 1834, en í endanlegu uppgjöri árið 1837
stendur skrifað: „kirkjunnar bygg.kostnaður aftur árið 1837 nl.
til J. Samsonars. smíðalaun 16 dagar ... 12 [ríkisdalir], til Eir.
Þorsteinss. dto. 12 dto 6 [ríkisdalir] 64 [skildingar].1*1 Þarna
stendur svart á hvítu, að Jón Samsonarson sé forsmiður kirkj-
unnar, en til aðstoðar honum er Eiríkur Þorsteinsson, líklega
lærlingur.
Jón Samsonarson er fæddur 1. september 1794 að Stóru-Gröf
á Langholti. Foreldrar hans voru Samson Samsonarson og kona
hans Ingibjörg Jónsdóttir. Þau voru fyrst vinnuhjú séra Eggerts
Eiríksson í Glaumbæ, hófu síðan búskap á parti af Stóru-
Gröf, en fluttust að Geitagerði árið 1807. Samson lézt árið
1813, þegar Jón var 18 ára. Jón Sigurðsson bóndi og alþingis-
maðut á Reynistað, en frá honum er allur fróðleikurinn um
nafna hans runninn, telur að Jón Samsonarson hafi lært smíðar
hjá Jóni Rögnvaldssyni „hreppstjóra á Sjávarborg og síðar á
Kimbastöðum, er var einn af kunnustu smiðum í Skagafirði á
þeim tíma.“ Ekki er vitað, hvað Jón sýslar né hvar hann er
niðurkominn eftir lát föður síns, en 1819 hittum við hann fyrir
að Brekku í næsta nágrenni Víðimýrar, þar sem hann kynnist
konuefni sínu litlu síðar, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Miklabæ
í Oslandshlíð. Þann 29. nóvember 1822 voru þau gefin saman í
Víðimýrarkirkju og hófu síðan búskap í Stóru-Gröf, æsku-
stöðvum Jóns, tveimur árum síðar.
I Stóru-Gröf búnaðist þeim hjónum vel, og árið 1830 var Jón
skipaður hreppstjóri Staðarhrepps. Vorið 1837 fluttust þau að
Keldudal í Hegranesi. Guðrúnu missti Jón frá þremur börnum
76