Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 81
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
kom honum þekkingin á hlutföllum og stærðum? Hvaða sjón-
armið í stíl og stefnum sjónlista voru efst á baugi hjá forverum
hans í faginu, samtíma listamönnum og honum sjálfum? Hvað
sá hann, bækur, teikningar eða fyrirmyndablöð? Hvað var í
spjalli meistara og sveins, starfsbræðra? Við slíkum spurningum
fást víst seint svör nú orðið, ekki einungis um Jón, heldur gildir
þetta um flesta listamenn íslenzka frá fyrri tíð. Þau fáu verk,
sem sloppið hafa undan eyðileggingarskarki og listblindu, verða
þá ein til vitnis leidd.
„Jón andaðist í Keldudal eftir örstutta legu þann 7. desember
1859 úr heiftarlegri hálsbólgu, er líktist helzt barnaveiki. Hann
var jarðsunginn á Ríp 19. des. s. ár að viðstöddu fjölmenni. Jóni
Samsonarsyni er lýst svo, að hann væri tæplega meðalmaður á
hæð, en saman rekinn og karlmenni að burðum, sem hann átti
kyn til.“ Skapfestusvipurinn leynir sér ekki á mynd þeirri, er
Sigurður málari Guðmundsson, sveitungi hans, gerði á æskuár-
um sínum.2
Varðveizla og friðun
Löngum hefur litlu munað, að þessum þjóðarkjörgrip, Víði-
mýrarkirkju, yrði fargað. Um þær mundir, sem mestur hugur
var í íslendingum að endurnýja kirkjur sínar, er bóndinn á
Víðimýri, séra Jakob Benediktsson, eins og aðrir í bygging-
arhugleiðingum. I því skyni lætur hann árið 1895 „taka upp
grjót og sumpart flytja í fyrirhugaðan grunn“ hins nýja guðs-
húss.1 Ekkert varð þó úr frekari framkvæmdum, því að séra
Jakob seldi jörðina 1896 og hætti prestskap. Hinn nýi
kirkjueigandi, Þorvaldur Arason, hafðist lítið að í byggingarmál-
inu að sinni, þrátt fyrir að kirkjusjóðurinn væri digur og yxi
árlega svo að skjótt mundi „nægja til að byggja veglegt guðs-
hús,“ enda sé hin gamla kirkja „fornfáleg og tilkomulaus og á
eftir tímanum“ eins og prófastur orðar það 1902. Enn herðir
yfirvaldið á orðum sínum tveimur árum seinna með því að lýsa
79