Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 83
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
nægilegt fé að láni... til kirkjubyggingar í peningakreppu
síðustu ára.“
Allan þennan tíma hiks og biðar er þó sjóður Víðimýrar-
kirkju digrastur allra kirkjusjóða í Skagafirði. Enn eru menn á
báðum áttum, hvort ríkið kaupi „hina fornu kirkju vegna Þjóð-
minjasafns" eða hvort byggja á nýja, unz Matthías Þórðarson
tekur af skarið og hefur frumkvæði að því 1934, „að hin gamla
torfkirkja á Víðimýri í Skagafirði verði með kaupum fyrir fé úr
ríkissjóði gerð eign ríkisins og varðveitt á þess kostnað eft-
irleiðis þar sem hún stendur, en jarðeiganda, sem er jafnframt
kirkjueigandi þar, verði heimilað að hafa hana samt sem áður
fyrir sóknarkirkju safnaðarins.“ Með áttu að fylgja allir gripir
kirkjunnar og réttur til að taka torf og grjót endurgjaldslaust í
landi jarðarinnar. Fé til kaupanna var veitt á fjárlögum 1936 og
andvirði hússins, 2000 krónur, greitt kirkjubóndanum, Gunn-
ari Valdimarssyni, 19. marz 1938.5
Viðgerð hófst sumarið 1936 og lauk að mestu um haustið.
Henni er svo lýst í prófastsvísitazíu:
Miðvikudaginn 17. sept. 1936 var próf. Guðbrandur Björnsson í
Hofsós staddur á Víðimýri til þess að lýsa og yfirlíta þá
aðgjörð, sem farið hefir fram á kirkjunni eftir tilhlutan herra
þjóðmenjavarðar Matthíasar Þórðarsonar Reykjavík og er nú
þessari aðgjörð að mestu lokið. Auk prófasts voru viðstaddir
skoðunargerðina herra Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður,
séra Lárus Arnórsson Miklabæ og kirkjueigandi og óðalsbóndi
Gunnar Valdimarsson. Aðgjörðin er svo sem hér segir:
Grind kirkjunnar var öll réttuð, settar nýjar undirlægjur,
gólfbitar og stoðir þar sem fúnað var, ennfremur sett nokkur
langbönd í þilveggi í stað þeirra sem skemmzt höfðu, sömu-
leiðis sett nokkur ný gólfborð í ganginn yzt við dyrnar og nýr
gluggi hjá predikunarstól; þá voru látnar nýjar rúður í alla
glugga.
I kirkjunni er tvöföld reisifjöl, og er hin ytri nýsett, bikuð og
81
6