Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 87
Hvaða leið hann hefur farið til íslands og hvenær í kirkjubrúk
tekinn er óráðin gáta enn sem komið er. I kirkjunni er hann
með vissu 1663: „Kaleikur af silfri gylltur með útdrifnu verki á
stéttinni“ segir Gísli biskup Þorláksson þetta ár.1 Eftir það er
honum þráfaldlega lýst í vísitazíum biskupa og prófasta.
Kaleikurinn er 12 cm á hæð, en skálin er 11.6 cm í þvermál.
Neðan við barminn utan og innan eru grafnir skrautbekkir, en í
botni mannsmynd séð frá hlið, hermannleg ásýndum, umhverf-
is skreytt kransi. Skálin hvílir á þremur esslaga sveigum með
dýrshöfðum efst og drifnu blómaverki, en fóturinn er samt
mest skreyttur með skilda-, blaða- og blómaverki. Allt er þetta í
ósviknum renesansstíl.
Patínan, sem kaleiknum hefur fylgt „er úr kopar, gyllt,
óvönduð 15.9 cm í þvermál. Kringlan innan í eins og grunn
skál.“ Patínunnar er getið þegar 1663 og sögð af messing.
Kaleikurinn og patínan eru alls óskyldir hlutir, enda þótt not-
aðir hafi verið saman í a. m. k. tæpar þrjár aldir. Hún er sjálf-
sagt íslenzkt verk og gæti verið mun eldri en hann. Báðir þessir
gripir eru nú á Þjóðminjasafni.
2. Ljósakróna Ónúmeruð á Þjms.
I elztu vísitazíum eftir siðaskipti tilgreinir Gísli biskup Þorláks-
son 1663, að Víðimýrarkirkja eigi kertahjálm „með 6 pípum,
ein tillögð af P[roprietario] Hallgrími Halldórssyni."3 Þetta
mun vera hjálmur sá, er barst Þjóðminjasafninu árið 1972 alla
leið frá Texas í Bandaríkjunum, gefinn af frú Helgu Potter,
dóttur Jóns Jakobssonar landsbókavarðar. Jón átti Víðimýri um
tíma og tók þá hjálminn og krusifix sem nánar mun getið, úr
kirkjunni og hafði með sér, þegar hann flutti frá staðnum.
Hjálmurinn er 45 cm á hæð og þvermál 40.5 cm, með 6 liljum,
skálum og pípum og hnúðás í miðju. Neðst er hald, sem
myndað er úr tveimur gapandi dýrshausum, haldandi í kjöftum
sínum á skreyttum hnúð og fest á kjálka ljónshauss. Efst
stendur skeggjaður hermaður, sem grípur um spjót, en á haus
85