Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 89
KIRKJUR A VIÐIMYRI
honum er haldlykkja skrúfuð. Ljósakróna þessi er dæmigert 17.
aldar barokverk, smíðuð annaðhvort í Norður-Þýzkalandi eða
Hollandi.
3. Tveir Ijósastjakar
A altari Víðimýrarkirkju eru ljósastjakar tveir, samkynja,
renndir úr kopar, miklir um sig að neðan með flötum kraga eða
skál og leggurinn skrúfaður ofan í. Hæð 30 cm, þvermál stéttar
15.8 cm. Þetta eru góðir og gamlir barokgripir, komnir í
kirkjuna 1699, en eru þar ekki 1693, sjálfsagt þýzkir eða
hollenzkir. Stjakar þessir eru enn í kirkjunni.4
4. Skírnarfat Þjms. 8677
I vísitazíu Gísla biskups Þorlákssonar 1663 segir af skírnar-
mundlaug vænni, sem síðan er löngum getið sem skírnarfats af
messing.5 Fatið er 42.2 cm í þvermál og 4.5 cm að dýpt. I botni
eru fjórir sammiðja lítið eitt upphleyptir hringir. I þeim stærsta
og innsta er upphleypt mynd af heilögum Georg að vinna á
drekanum, en í bakgrunni er öðrum megin prinsessan, sem
hann er að bjarga og efri hluti engils, en hinum megin kóngur og
drottning. Rétt við fætur hestsins er lítil lilja. Milli innsta hrings
og þess næsta er blaða- eða blómaröð. Þá kemur letur útpuklað,
þar sem sama óskiljanlega setningin er endurtekin: RAHEWlSi
NBI og loks minni leturröð í sífellu skráð: ICH BART
GELUK ALZEIT eða Egflyt lukku alla tíð. Skálarjaðrarnir
eru með ávölum dropaformum, en barmarnir mótslegnir pálm-
etturöð.
Mikið var flutt inn af þessum skírnarfötum til Islands á 17.
öld, en frá þeim tíma mun ílát þetta vera. „Mörg þeirra eru þýzk
að uppruna, önnur kunna að vera dönsk“ og „ekki fyrst og
fremst framleidd sem skírnarföt."6 Skírnarfatið úr Víðimýrar-
kirkju er nú á Þjóðminjasafni.
87