Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 91
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
7. Kristmynd og Marínmynd Ónúmerað á Þjms.
I vísitazíu Björns biskups Þorleifssonar frá 1699 er greint frá
því, að „lítið crucifix“ sé „yfir kórdyrum" og „Maríubílæti for-
gyllt og amilerað kvennamegin kórdyra.“7 A krúsífixið er
minnzt í vísitazíu Jóns biskups Vigfússonar 1685.8 Þaðan í frá er
þessara mynda þráfaldlega getið. Þær eru í Víðimýrarkirkjum
þar til Jón Jakobsson tekur þær með sér um leið og ljósahjálm-
inn áðurnefnda. Síðan er krúsifixið gefið Þjóðminjasafninu af
frú Helgu Potter árið 1974.
Myndirnar tvær hafa verið settar á nýjan eikarkross, sem er
46 cm á hæð, en um armana 22 cm á breidd. Sjálfir krossarmarn-
ir eru 5 cm á breidd. Kristmyndin er 19.7 cm á hæð og mesta
breidd 4.5 cm, en þykkt 1 cm. Handleggirnir eru glataðir. Krist-
ur hallar höfði, en að öðru leyti er stelling hans bein. Andlitið er
mjög grunnt skorið sem og mittisskýlan með sínum esslaga
sveig. Leifar af hvítri málningu sjást á skýlunni og neðst á
andliti.
Maríumyndin er 17.7 cm á hæð og 4.5 cm á breidd og þykkt-
in svipuð og á Kristmyndinni. Hún er í kápu yfir kyrtli og
heldur saman höndum. Klæði hennar eru svarblá og rauð,
hendur okkurgular, en leifar af hvítum lit sjást á andliti.
Myndir þessar eru viðvaningslega gerðar, einkum andlit og
hendur. Þær eru sjálfsagt íslenzkar, en höfundarmark er ekkert.
8. Altaristafla
Vængjabríkin yfir altari Víðimýrarkirkju segir til aldurs síns.
Uppi yfir sjálfri aðalmyndinni, sem sýnir kvöldmáltíðina, er
heilagur andi í dúfulíki og talan 16 báðum megin við. Hún er sem
sagt frá 1616, enda er hennar greinilega getið í vísitazíunni frá
1663. Á vængjunum innanverðum er krossfestingin og uppris-
an, en að utan Móses og Jóhannes. Rammar eru svartir með
gylltum listum. Á undirbríkinni er gylltur texti á latínu, tekinn
úr fyrsta Korintubréfi XI, 26: „Qvotiescunq, comederitis pan-
em hunc et de proculo biberitis mortem domini anvuriatis
89