Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 100
HARÐRÆÐI í GÖNGUM HAUSTIÐ 1929
eftir BJÖRN EGILSSON á Sveinsstöðttm
í lýtingsstaðahreppi eru tveir gangnamannaflokkar, sem leita
svæðið norður af Hofsjökli frá Jökulsá vestari vestur að
Ströngukvísl og Sátu á Eyvindarstaðaheiði. Eetta svæði er að
mestu gróðurlaus öræfi allt norður að heimalöndum. Þessir
gangnamannaflokkar heita vestflokkur og austflokkur. Vest-
flokkur leitar Jökultungu upp að Hofsjökli og síðan allbreiða
spildu vestur með jöklinum að Ströngukvísl og hefur náttstað í
efstu grösum í Asgeirstungum, þar sem heitir Áfangaflá. Liggur
leið hans síðan ofan að Stafnsrétt á fjórða degi. Gangnasvæði
vestflokks liggur í hálfhring um leitarsvæði austflokks og mið-
flokks, en í miðflokk eru gangnamenn úr Seyluhreppi, sem hafa
náttstað í Bugum og leita suður að Bláfelli, en þar er norðurjað-
ar á gangnasvæði vestflokks.
I 70 ár eða lengur hefur það staðið í gangnaboði, er gengið
hefur um Lýtingsstaðahrepp neðan Jökulsár, að gangnamenn
austflokks skuli vera mættir við Jökultungusporð, þegar sauð-
ljóst er mánudaginn í 22. viku sumars. Þessi skipan er óbreytt
ennþá, nema stundum hafa göngur verið viku fyrr síðustu árin.
Jökultunga heitir svæðið á milli kvísla, sem mynda Jökulsá
vestari og koma úr Hofsjökli. Tungan mun vera um 20 km að
lengd eða meira. Að norðan er hún fremur mjó, en breikkar
mjög, þegar nær dregur jöklinum. Þar eru Eyfirðingahólar
austan við vestustu kvíslina, en langt austar er Krókahæð eða
Jökulhæð, allstór um sig og um 1000 m yfir sjó. Báðum megin
98