Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
farið þangað á sunnudagskvöldi. Frá Hraunlæk og upp á Skipta-
bakka munu vera um 10 km, og það var venjulega riðið á
tveimur tímum, en sumt af leiðinni er grýtt og seinfarið.
Haustið 1929 voru gangnamenn vestflokks 15, og voru þeir
þessir: Magnús Helgason bóndi Héraðsdal var gangnastjóri,
Jóhann Jónasson bóndi Litladal, Böðvar Emilsson Þorsteins-
stöðum, Stefán Erlendsson Gilhaga, Arnljótur Helgason Merki-
garði, Sigfús Sigurðsson Nautabúi, Agnar Jóhannesson bóndi
Skíðastöðum, Sigurður Guðmundsson Syðra-Vatni, Svavar Pét-
ursson gangnamaður frá Ytra-Vatni, en hefur líklega átt heima í
Hvammkoti, Jóhann Jónasson Alfgeirsvöllum, Björn Gíslason,
15 ára piltur frá Krithóli, Björn Arnason bóndi Krithólsgerði,
Stefán Stefánsson yngri Brenniborg, Pálmi Sveinsson bóndi
Reykjavöllum og Hjálmar Helgason Reykjum. Aldursforseti
þessara gangnamanna var Jóhann í Litladal, fæddur 1872, þá var
Pálmi á Reykjavöllum 11 árum yngri og svo Björn Arnason,
fæddur 1893. Magnús í Héraðsdal var fæddur 1896, en hinir
allir eftir aldamót. Nokkrir voru á bezta aldri, eða um tvítugt,
og það voru Hjálmar á Reykjum, Sigfús á Nautabúi, Stefán á
Brenniborg, Sigurður á Vatni og Stefán í Gilhaga. Arnljótur í
Merkigarði var 18 ára og Björn Gíslason frá Krithóli 15 ára, eins
og áður er skráð. Hann var eini gangnamaðurinn, sem var
óharðnaður, og ekki er þó annars getið en hann hafi staðið sig
vel og ekki orðið meint af.
Haustið 1929 bar gangnasunnudag upp á 22. september. Um
kvöldið þegar gangnamenn komu að Hraunlæk var blíðuveður
og stafalogn. Af einhverjum ástæðum rifnaði tjald vestflokks-
manna, en hvort það hefur verið af ryskingum eða öðrum sök-
um er óljóst. En þeir Magnús gangnastjóri og Björn Arnason
saumuðu tjaldið saman við kertaljós. Nál var búin til úr lásnælu
og saumgarnið var snærisúrrak. Um nóttina fór að snjóa í logni
og þó ekki mikið. Lítið sem ekkert var sofið, og höfðu þeir for-
ystu um söng og kveðskap Pálmi á Reykjavöllum og Ragnar í
Svartárdal. Ekki man eg eftir, að menn væru drukknir, enda var
100