Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 103
HARÐRÆÐI f GÖNGUM
víndrykkja lítil á þessum árum bæði í göngum og á öðrum
tímum. Það var hægt að fá Spánarvín, og sumir gátu náð í
spíritus hjá Magnúsi apótekara, sem var með hökutopp og seldi
gott, þegar hann komst í færi. Bruggun áfengis í heimahúsum
var ekki hafin á þessu herrans ári, en á næstu árum flæddi
söngvatnið um allar jarðir, og karlmenn drukku þá mikið, en
konur ekki.
Þegar sauðljóst var mánudagsmorguninn, voru gangnamenn
komnir upp á Skiptabakka, eins og vera bar. Veður var þá bjart
og hætt að snjóa. Þá var skipt göngum, eins og venja var, og
Jökultunga gengin upp að Eyfirðingahólum. Þar skilja leiðir
austflokks og vestflokks. Austflokkur fer á sitt leitarsvæði
suður og vestur á Hraunin, en þrír menn úr þeim flokki fara
með vestflokksmönnum upp að Eyfirðingahólum og taka þar
við því fé, sem finnst í Jökultungu og reka það ofan á Goðdala-
dal að kvöldi. Þrír gangnamenn voru sendir upp í Jökultungu,
og voru það Hjálmar Helgason, Svavar Pétursson og Stefán
Erlendsson. Þeir lögðu af stað heldur fyrr, því þeirra göngur
voru langlengstar, og svo voru þeir lausríðandi, því aðrir
gangnamenn, sem styttri leið áttu, tóku við trússahestum
þeirra.
Við vorum þrír austflokksmenn, sem áttum að hirða fé við
Eyfirðingahóla, eg, Þorbergur Þorsteinsson, líklega gangna-
maður frá Mælifelli, og Halldór Jónsson vinnumaður í Goð-
dölum. Hann var bróðir Jóns bónda á Steini á Reykjaströnd.
Veður var bjart, og göngurnar gengu vel, en þegar komið var
ofarlega í Miðkvíslarflá, sem er skammt fyrir norðan og austan
Eyfirðingahóla, fór að hvessa á austan með dimmum éljum, og
innan skamms skall á iðulaus stórhríð með austan stormi.
Eyfirðingahólar eru margir og standa þétt saman á sama
grunni. Einn hóllinn, nálægt miðju, er hærri en hinir og ber yfir
þá til að sjá. Einn hóll er svo sem kílómetra fyrir norðan hina
hólana, og er hann kallaður Einstakihóll eða Yztihóll. Það var
venja og er enn, að gangnamenn vestflokks koma saman við
101