Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABOK
Yztahól, þegar búið er að leita Jökultungu, og nær alltaf þarf að
bíða þar eftir þeim mönnum, sem fara austur í Jökulkróka.
Magnús í Héraðsdal hafði oftast þann hátt á að vera sjálfur
nálægt miðri gangnaröð til þess að geta brugðið sér til beggja
handa, ef með þurfti. Svo var það í þetta sinn, að Magnús og
þeir sem fyrir vestan hann voru, náðu allir að Yztahól, þó
blindhríð væri skollin á, en þá vantaði sjö gangnamenn, Krók-
mennina þrjá, og fjóra sem gengu upp með Miðkvíslarflá. Upp
með Miðkvísl voru Böðvar á Þorsteinsstöðum og Agnar á
Skíðastöðum og fundu þar sex kindur. Síðast þegar sást til
þeirra, voru þeir að sveigja í átt til Eyfirðingahóla sunnan við
Miðkvíslarflá. Þegar stórhríðin skall á gangnamenn skammt
norðan við Eyfirðingahóla, var klukkan að ganga tólf, og var
það á venjulegum tíma. Þeir fjórir gangnamenn, sem voru í
röðinni fyrir austan gangnastjóra, náðu allir að Eyfirðingahól-
um, Böðvar og Agnar, Björn Arnason og sá fjórði, sem eg man
ekki hver var. Böðvar hafði farið í vestflokksgöngur nokkrum
sinnum áður, og hann þekkti fyrir víst, að þeir fjórmenningar
voru ekki staddir við Yztahól. Samt voru þeir þarna um hríð
eða þangað til Magnús gangnastjóri kom að leita að þeim, og
fóru þeir þá að hinum hefðbundna hól, Yztahól. En þá vantaði
þá, sem fóru í Jökulkrókinn, og var beðið eftir þeim í fjóra tíma
í blindhríð, en þeir komu ekki. Einu sinni eða tvisvar á þessu
tímabili fór gangnastjóri að leita þeirra með Björn Arnason með
sér, og riðu þeir í kringum Eyfirðingahóla.
I þessum göngum var Guðmundur Olafsson bóndi í Litlu-
hlíð gangnastjóri á austurparti Hofsafréttar. I Göngum og
réttum1 lýsir hann veðrinu þannig:
„Skömmu eftir að hver var kominn á sínar göngur, skall á
mjög skyndilega eitt hið versta foraðsveður, sem sá, er hér segir
frá, Guðmundur Olafsson í Litluhlíð, telur sig hafa komið út í,
austan stormur með ógurlegri úrkomu, krapahríð, sem á svip-
1 II, bls. 255. Ak. 1949.
102