Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
stundu gegnvætti allt, sem blotnað gat, og svo var veðrið
dimmt, að eigi sá nema fáa metra frá sér.“
Það er óhætt að segja, að gangnamenn voru flestir illa búnir
til að mæta þessu fárviðri. Flestir voru í gúmmístígvélum eða
leðurstígvélum, en þeir voru færri. Svo urðu menn fljótt stíg-
vélafullir, því ekki voru vatnsheldar buxur, og margir höfðu ekki
vatnsheldan stakk að ofan. Sumarið 1919 sá eg fyrst gúmmístíg-
vél. Eg kom á stórbýli nokkurt og sá gúmmístígvél standa bein í
forstofunni. Þau átti embættismaður úr Reykjavík, sem var
gestur þarna. Stígvél þessi fannst mér vera mikil furðusmíð,
sannkölluð gersemi. A árunum eftir 1920 var farið að flytja inn
gúmmístígvél, og flest fullorðið fólk keypti þau, og var það mikil
framför frá því sem áður var. En það þurfti meira til að menn
væru vel útbúnir í hvaða veðri sem var.
Einn maður er mér sérstaklega minnisstæður við Eyfirðinga-
hóla í þetta sinn. Það var Jóhann í Litladal. Hann mun hafa
verið bezt búinn af öllum gangnamönnum. Hann var í vatns-
heldum buxum, sem náðu vel ofan á stígvélin, og þar utanyfir
var hann í skósíðri vatnskápu. Jóhann mun hafa komið upp á
Skiptabakka um morguninn og lagt sig eitthvað í Goðdölum.
Jóhann var oft seinn að búa sig að heiman, en þegar hann lagði
af stað, var vel fyrir öllu séð, enda var hann þaulæfður ferða-
maður og ráðsnjall. Um áratugi var hann fylgdarmaður yfir
Héraðsvötn og lánaðist alltaf vel.
Gangnamenn voru með tvo hesta, og var reiðingur á öðrum
og léttur burður, nesti og annar útbúnaður, sem með þurfti.
Flestir höfðu heytuggu í poka, sem gjarnan var bundinn um
klyfberaboga til þess að gefa hestunum við Eyfirðingahóla, því
þar er enginn gróður. I þetta sinn var þó einn gangnamaður með
þrjá hesta. Það var Jóhann í Litladal. Hann var með sex vetra
fola, sem eftir var að járna og hafði með sér skeifur og fjaðrir, og
folinn var járnaður þarna við Hólana. í annan tíma man eg
ekki eftir, að hestur hafi verið járnaður úti í stórhríð. Stefán
Stefánsson frá Brenniborg, sem nú hefur lengi verið bóndi í
104