Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 107
HARÐRÆÐI í GÖNGUM
Brennigerði, man vel eftir þessu. Hann hélt fótunum, en Jóhann
á Alfgeirsvöllum járnaði. Stefán man líka eftir því, að 6 kindur
voru bundnar sauðabandi til þess að tapa þeim ekki út í
sortann.
Arnljótur í Merkigarði hefur látið svo um mælt, að aldrei hafi
sér þótt Magnús í Héraðsdal jafnmikil kempa og þegar hann
stjórnaði göngum á fjöllum. Hann var alltaf vel ríðandi, kjark-
mikill og ráðsnjall, þegar vanda bar að höndum. Hann var
gangnastjóri vestflokks í 34 ár, frá 1926 til 1960. Arnljótur lét
þess einnig getið, að meðan beðið var við Eyfirðingahóla, hefði
Magnús ráðfært sig við Jóhann í Litladal, og jóhann hefði farið
á undan vestur í Afangaflá með Magnúsi, og þeim tókst að hitta
á færa leið ofan af Fossbrekku, en hún er allhá og víða ófær, því
hún er þakin stórgrýtisurð.
Eins og áður segir, var beðið við Hólana í fjóra tíma, en þegar
Króksmenn komu ekki, var lagt af stað vestur kl. hálffjögur.
Ferðin gekk seint. Veðrið sleit ofan af trússahestunum, og
hundarnir festust í krapastokkum. Þegar komið var nokkuð
vestur á Hraunin, lygndi og birti, svo að vel sá upp í Sátu. Þá
skipti gangnastjóri göngum, og fjórir áttu að vera syðst á
gangnasvæðinu og einn af þeim að fara suður fyrir Sátu, eins og
venja var. En þetta var aðeins veðrahlé, og stuttu síðar skall á
blindhríð á norðan eða norðaustan með vaxandi frosti. Þeir sem
áttu íið fara upp undir Sátu voru Pálmi á Reykjavöllum, Björn í
Krithólsgerði, Sigurður á Syðra-Vatni og Stefán á Brenniborg.
Þessir menn lágu úti um nóttina, en hinir náðu saman og
komust með harðræðum vestur í Afangaflá og áttu þar ömur-
lega nótt. Það vantaði sjö af fimmtán gangnamönnum, og það
kom í ljós síðar, að sumir af hestunum þoldu ekki kulda og
vosbúð og biluðust fyrir brjósti.
Af Jóhanni í Litladal er það að segja þar í Afangaflá, að einn
hestur hans varð eitthvað veikur, og hann stóð yfir hestum sín-
um alla nóttina og nuddaði sjúklinginn, sem hafði þau áhrif, að
hestinum skánaði og komst leiðar sinnar næsta dag. Eins og áður
105