Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 108
SKAGFIRÐINGABÓK
er getið, var Jóhann vel búinn og harðfengur, þó kominn væri til
aldurs og mjög nærfærinn við skepnur.
En nú segir af þeim, sem fóru upp að Sátu. Fyrir og um 1950
skrifaði eg eftir Birni Arnasyni það sem hér fer á eftir: Þegar
komið var dálítið vestur á Hraunin, rofaði til, og var þá skipt
göngum, og fjórmenningarnir fóru áleiðis upp undir Sátu, en
Agnar á Skíðastöðum og Sigfús á Nautabúi áttu að vera norðast-
ir og fara vestur hjá Bláfelli. Þeir urðu fyrir þeim töfum, að
trússahestur varð fastur í krapastokk, og slitnaði allt af honum,
en þessi töf varð til þess, að gagnastjóri gat fundið þá, þegar
norðanstórhríðin var skollin á. Sátumenn héldu áfram, þangað
til þeir komu að Ströngukvísl og héldu síðan ofan með henni og
var hún þá á vinstri hönd. Svo töpuðu þeir af kvíslinni alllengi,
en komu loks að henni aftur, og þá var hún á hægri hönd. Og
enn héldu þeir áfram, þangað til farið var að dimma. Þá færðist
Björn undan að halda forustu lengur, og þeir settust að undir
melröðli í litlu sem engu skjóli. Gangnamenn þessir voru ókunn-
ugir. Pálmi hafði ekki farið í göngur á þessum slóðum í sautján
ár, níu ár voru liðin síðan Björn fór síðast í vestflokksgöngur,
Sigurður hafði farið einu sinni, en Stefán aldrei. Búnaður
þessara manna var slæmur. Pálmi týndi vatnskápu sinni í Skinn-
brókarskarði á leiðinni frameftir, Stefán átti vatnsheld föt, en
þau gleymdust heima, þegar farangur var látinn niður. Sigurður
var sá eini, sem var í vatnsheldum stakk og var því nokkuð þurr
um bolinn. Þeir voru með níu hesta. Níundi hesturinn var
trússahestur, sem einn Króksmanna átti. Þeir tóku trússin ofan,
en sprettu ekki af reiðingum eða hnökkum, létu beizlin um
hálsinn á hestunum og heftu suma. Þeir voru með hey, en ekki
var hægt að gefa á jörðina, því stormur var svo mikill, og urðu
þeir að láta hvern hest taka heyið úr hendi sinni. Farangrinum
röðuðu þeir á melröðulinn og hugðust hafa skjól af því, en það
var víst lítið. Stefán á Brenniborg mun hafa verið eini gangna-
maðurinn, sem ekki var með reiðing. Hann var með klyfsöðul á
sínum hesti, og gat það verið vegna þess, að faðir hans var
106