Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 109
HARÐRÆÐI í GÖNGUM
söðlasmiður. Þeir Stefán og Sigurður höfðu sokkaskipti undir
teppi. Svo lögðust þeir fyrir sunnan farangurinn, hlið við hlið,
nema Sigurður. Hann lagði sig þversum við fætur hinna, og
skefldi fljótlega yfir hann. Björn átti vanda til að fá tak, ef hann
vöknaði á herðunum, og nú lét það ekki á sér standa, enda var
hann aliur blautur, nema þurr blettur undir hægri hendi. Hann
óttaðist, að hann mundi ekki lifa nóttina af, en lét ekki á því
bera til þess að hrella hina ekki. Hann skalf ákaflega og tönnur
glömruðu, og hann reyndi að bíta saman tönnum og stöðva með
því skjálftann, en það tókst ekki, og ekki kom honum blundur á
brá.
Klukkan fjögur um nóttina var frosthart orðið, bjart yfir, en
skafkóf mikið og tunglskin. Þá reis Björn upp, því hann fann,
að fötin voru farin að frjósa, einkum leðurstígvél, en þau vildi
hann ógjarnan láta frjósa föst. Hann vatt vettlinga og barði sér.
Hann kallaði til félaga sinna, og Stefán svaraði strax, Sigurður
var hulinn snjó, en Pálmi svaraði ekki. Birni datt þá í hug, að
Pálmi væri látinn og fór að gæta að honum, en hann hafði þá
fest blund, en náði hita í sig og hafði sokkaskipti.
Þegar bjart var orðið, lögðu þeir af stað. Stefán tók upp
flösku af Spánarvíni, en Birni þótti það áhrifalítill drykkur. Það
er óhætt að segja, að Stefán var illa búinn ekki síður en hinir,
þar sem vatnsfötin urðu eftir heima, og hann hafði aðeins tau-
húfu á höfði. Hann segir svo frá, að þegar þeir lögðu af stað,
hafi menn og hestar skolfið svo hastarlega, að þeir hafi verið í
varnarstöðum að hrökkva ekki af baki. En nú vissu þeir hvert
halda skyldi og lögðu leið sína vestur á gangnasvæðið. Björn
mun hafa verið vestastur, og nálægt Hraunhaus hitti hann
Jóhann Jóhannesson í Saurbæ. Hann átti slatta í fleyg af spíri-
tusblöndu og rétti að Birni, en hann tók út úr glasinu og þótti
góð hressing. Jóhann var gangnamaður frá Ytra-Vallholti á
Vesturheiði, en þeir lágu við Herjhól þessa nótt. Nokkrir af
Vesturheiðarmönnum fara austur yfir Ströngukvísl á þriðju-
dagsmorgun til þess að ganga Asgeirstungur, og var Jóhann
107