Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 112
SKAGFIRÐINGABÓK
orðið varir við okkur, sem áttum að koma með fé frá Eyfirð-
ingahólum. Og þegar svo var ekki, óttaðist hún, að við mund-
um ekki rata, því Þorbergur væri svo mikið barn og hann Hall-
dór hérna rataði ekki einu sinni suður á Barminn, sagði hún.
Þorbergur var reyndar ekkert barn, hann var 21 árs!
Við munum ekki hafa farið frá Hólunum fyrr en þeir, sem
vestur fóru. Við vorum með milli 10 og 20 kindur, en eg man
ekki töluna nákvæmlega. Eg hafði forustu um að rata, enda
hafði eg farið þessa leið milli 10 og 20 sinnum. Eg tók stefnu
beint í norður, dálítið fyrir austan vesturkvísl Jökulsár, og það
gekk vel. Við komum á réttum stað ofan á Skiptabakka og urð-
um aldrei varir við kvíslina. Eg áttaði mig líka vel á því, þegar
veðraskilin urðu, lygndi fyrst og gekk svo í norður.
Ekki vorum við komnir langt, þegar eitt lambið gafst upp og
varð að taka það á hnakknefið. Kannski hefur það legið í
sauðabandi við Yztahól svo klukkutímum skipti. En ekki var
það nóg. Þegar kom ofan undir Skiptabakka, vorum við allir
komnir með kind fyrir okkur, rennandi blautir og alveg að
drepast úr kulda. Svo bættist það við, að með Halldóri var
loðinn hundur frá Goðdölum. Krapasnjórinn hlóðst svo í hann,
að hann ætlaði hvað eftir annað að gefast upp, en þá var reynt
að skera úr honum kleprana. Þegar við komum dálítið út fyrir
Skiptabakka, þar sem sandslétta liggur að Þröngagili, sagði
Halldór við mig, að við skyldum ekki láta þetta drepa okkur,
skilja heldur kindurnar eftir, og eg féllst á það. Við vorum svo í
kofanum á Goðdaladal um nóttina. Kofinn var lítill þá, og man
eg ekki eftir, að okkur liði mjög illa, enda var prímus í kofan-
um, og létum við lifa á honum alla nóttina. Þorbergur hafði
hann á milli hnjánna. Hestana bundum við í mó austan við
kofahólinn. Þar var svolítið var, en víst kenndi eg í brjósti um
þá að standa þar og skjálfa.
Morguninn eftir fórum við fram með Þröngagili að sækja
kindurnar. Þær voru nálægt þeim stað, sem við skildum við
þær, en þær hafði hrakið dálítið undan veðrinu og voru fastar í
110