Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 113
HARÐRÆÐIí GÖNGUM
skafli í brúninni á Þröngagili, og það vantaði tvær, og þær
höfðu sjáanlega hrapað í gilið. Þessar kindur átti Sigurður
Þórðarson bóndi á Egg í Hegranesi, en hann rak þá fé sitt á
Hofsafrétt. Þegar við komum með kindurnar dálítið úteftir,
hætti einn lambhrúturinn að ganga, og ekki var það af þreytu
þó. Eg sló því föstu, að bráðapest væri að lambinu. Eg bað
Þorberg að skera hrútinn, og hann gerði það. Við höfðum
einungis vasahnífa, en venjulega voru þeir vel brýndir, þegar
lagt var af stað í göngurnar. Eg fór innan í lambið og fleygði
mör, vömb og ristli, og sjúkdómsgreiningin var rétt, vinstrin
sýndi það. Síðan batt eg skrokkinn upp á reiðingshestinn, en á
þessum tíma var það heilög skylda gangnamanna að koma öllu
fé, sem þeir fundu, til rétta, annaðhvort lifandi eða dauðu, en
ekki fengizt um, þó innmat væri fleygt úr kindum, sem varð að
skera.
Ekki man eg fleira frá þessu að segja og get ekki sagt um
hvernig veður var næstu daga, en í Arbók Islands, sem skráð er í
Almanaki Þjóðvinafélagsins, stendur, að haustið 1929 hafi verið
erfitt.
Þess er áður getið, að hestar ofkældust og urðu brjóstveikir
eftir þessar göngur, og svo urðu líka þau eftirköst, að tveir
gangnamenn, Stefán á Brenniborg og Sigfús á Nautabúi, voru
við rúmið eða rúmfastir vikutíma á eftir. Þeir leituðu til Jónasar
læknis Kristjánssonar, og hann sagði, að sjúkdómurinn væri
sinaskeiða- og beinhimnubólga. Þeir fengu meðal hjá lækni,
sem var látið í ullardúk og hann hafður sem bakstur um fæturna
og vaxdúk vafið utanum til þess að halda raka að, og svo áttu
þeir að liggja í rúminu.
Það er nú liðin meira en hálf öld frá þessum sögulegu göng-
um, en þó hygg eg, að flestum, sem í þeim voru og enn eru á lífi,
séu þær minnisstæðar.
Skrifað í maí 1982.
111